Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 93
Bárður kceri skattur
olnboga inn í moldina, gaf hann frá sér sigurstunu. Um leið dró hann
hálfflösku af brennivíni út úr holunni og leit á mig sigri hrósandi.
— Þú mátt ekki halda að ég sé einhver grafarræníngi, sagði hann
dálítið búralegur og leit í kríngum sig, eins og hann byggist við að augu
látinna fylgdust með honum út úr moldarveggjunum. Þetta eru launin
sem líkin greiða mér fyrir að hugsa vel til þeirra. Stundum fæ ég rauðvín.
Eitt andartak virtist hann gleyma mér. Hann strauk óhreinum fíngrum
sínum mjúklega niður eftir flöskunni, eins og hann væri með gæludýr í
höndunum, tautaði eitthvað fyrir munni sér og brosti. Síðan skrúfaði
hann tappann af og saup á.
— Er þér ekki kalt? spurði hann og rétti flöskuna í átdna til mín.
Þar sem ég hafði aldrei bragðað á víni framliðinna stóðst ég ekki mátið,
heldur tók við flöskunni og dreypti á. Þetta var venjulegt danskt
brennivín.
— Finnst þér þetta ekki gott?
— Jú, svaraði ég. Hvað heitir svona vín?
— Þetta heitir Lífsvatn Himnaríkis, svaraði Níls dálítið stoltur og
stakk flöskunni aftur inn í holuna og tróð mold upp í gatið. Svona drekka
þeir þarna uppi.
— Getur þú sagt mér eitthvað um þennan Bárð? spurði ég og benti á
legsteininn við hliðina á mér. Þekktir þú hann?
— Já, ég þekkti hann í eitt ár. Við bjuggum saman í gömlu vitaskipi
hérna niðri á Kristjánshöfn.
— Hvernig stóð á því?
— Ja, við vorum báðir miklir drykkjumenn í þá daga . . . Heyrðu,
komdu hérna niður til mín, þá skal ég segja þér dálítið. Stökktu bara.
— Þú mátt ekki láta mig tefja þig frá vinnunni, svaraði ég og vonaðist
hálfpartinn til þess að þurfa ekki að fara niður í gröfma.
En Níls sagði að það gerði ekkert til, það kæmi alltaf nógur tími á eftir,
eins og Bárður var vanur að segja.
Því næst tók hann rekuna og sperrti hana á milli grafarveggjanna í
sethæð og sagði mér að koma.
Eftir dálítið hik stökk ég niður í gröfina. Satt að segja hafði ég gert mér
dálítið aðrar hugmyndir um grafarvist mína. Ég var ekki laus við óhug
339