Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 93
Bárður kceri skattur olnboga inn í moldina, gaf hann frá sér sigurstunu. Um leið dró hann hálfflösku af brennivíni út úr holunni og leit á mig sigri hrósandi. — Þú mátt ekki halda að ég sé einhver grafarræníngi, sagði hann dálítið búralegur og leit í kríngum sig, eins og hann byggist við að augu látinna fylgdust með honum út úr moldarveggjunum. Þetta eru launin sem líkin greiða mér fyrir að hugsa vel til þeirra. Stundum fæ ég rauðvín. Eitt andartak virtist hann gleyma mér. Hann strauk óhreinum fíngrum sínum mjúklega niður eftir flöskunni, eins og hann væri með gæludýr í höndunum, tautaði eitthvað fyrir munni sér og brosti. Síðan skrúfaði hann tappann af og saup á. — Er þér ekki kalt? spurði hann og rétti flöskuna í átdna til mín. Þar sem ég hafði aldrei bragðað á víni framliðinna stóðst ég ekki mátið, heldur tók við flöskunni og dreypti á. Þetta var venjulegt danskt brennivín. — Finnst þér þetta ekki gott? — Jú, svaraði ég. Hvað heitir svona vín? — Þetta heitir Lífsvatn Himnaríkis, svaraði Níls dálítið stoltur og stakk flöskunni aftur inn í holuna og tróð mold upp í gatið. Svona drekka þeir þarna uppi. — Getur þú sagt mér eitthvað um þennan Bárð? spurði ég og benti á legsteininn við hliðina á mér. Þekktir þú hann? — Já, ég þekkti hann í eitt ár. Við bjuggum saman í gömlu vitaskipi hérna niðri á Kristjánshöfn. — Hvernig stóð á því? — Ja, við vorum báðir miklir drykkjumenn í þá daga . . . Heyrðu, komdu hérna niður til mín, þá skal ég segja þér dálítið. Stökktu bara. — Þú mátt ekki láta mig tefja þig frá vinnunni, svaraði ég og vonaðist hálfpartinn til þess að þurfa ekki að fara niður í gröfma. En Níls sagði að það gerði ekkert til, það kæmi alltaf nógur tími á eftir, eins og Bárður var vanur að segja. Því næst tók hann rekuna og sperrti hana á milli grafarveggjanna í sethæð og sagði mér að koma. Eftir dálítið hik stökk ég niður í gröfina. Satt að segja hafði ég gert mér dálítið aðrar hugmyndir um grafarvist mína. Ég var ekki laus við óhug 339
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.