Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 102
Páll Skúlason
Eru íslendingar kristnir?
Synoduserindi 5. júlí 1981
Þessari spurningu — eru Islendingar kristnir? — svaraði Steinn Steinarr eitt sinn
afdráttarlaust neitandi. Hann sagði:
Við Islendingar erum ekki kristnir menn í raunverulegri merkingu þess orðs. Við
erum miklu fremur heiðingjar, einhvers konar húmaniskir heiðingjar, ef svo mætti
segja. Margar stoðir renna undir þessa kenningu, þótt hér verði ekki frekar um rætt.
En þrátt fyrir allt höldum við jól og aðrar kirkjulegar stórhátíðir með pomp og prakt,
eins og vera ber. Það er að vísu hálfgert tómahljóð í öllu þessu guðsorðaglamri — og
ef við hefðum ekki Bach og Handel, kæmumst við líklega seint eða aldrei i snertingu
við fagnaðarboðskapinn á kirkjunnar vegum.
Þetta voru orð Steins Steinars. Nú er ekki alveg ljóst hvað vakað hefur fyrir
Steini þegar hann sló fram þessari kenningu sinni að við værum fremur
húmanistískir heiðingjar en kristnir menn — og er leitt að hann skyldi ekki gera
nánari grein fyrir henni, ekki síst þar sem hann taldi margar stoðir renna undir
hana. En staðhæfingar hans eru umhugsunarverðar. Skyldi það vera rétt að
Islendingar — þótt þeir hafi búið við kristileg trúarbrögð í nær þúsund ár — séu
ekki raunverulega kristnir? Hvað merkir það að vera raunverulega kristinn?
A þessu ári, þegar þjóðkirkjan minnist þess að þúsund ár eru liðin frá því að
kristniboð hófst meðal norrænna manna hér á landi, er vissulega ágætt tilefni til
þess að staldra við þessa spurningu. En þó að hér verði þess freistað að lokum að
komast að niðurstöðu um það hvort við séum kristnir menn eða ekki, er ekki
þar með sagt að við getum vænst þess að finna nokkurt tæmandi svar við
spurningu okkar, jafnvel ekkert viðunandi svar, vegna þess að hún beinist að
okkur sjálfum sem einni heild og ekki aðeins að því hvað við höfum verið,
heldur líka og ekki síður að því scm við viljum vera. Spurningin: eru Islendingar
kristnir? er m. ö. o. ekki einföld sagnfræðileg spurning — líkt og spyrja má
hvernig kristnitaka hafi farið fram á alþingi eða hvenær hin lúterska siðbreyting
átti sér stað, hver kirkjusókn hafi verið á Islandi á árinu 1980 eða hversu mörg
börn hafi þá verið fermd. Með því að svara slíkum sagnfræðilegum eða félags-
348