Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 102
Páll Skúlason Eru íslendingar kristnir? Synoduserindi 5. júlí 1981 Þessari spurningu — eru Islendingar kristnir? — svaraði Steinn Steinarr eitt sinn afdráttarlaust neitandi. Hann sagði: Við Islendingar erum ekki kristnir menn í raunverulegri merkingu þess orðs. Við erum miklu fremur heiðingjar, einhvers konar húmaniskir heiðingjar, ef svo mætti segja. Margar stoðir renna undir þessa kenningu, þótt hér verði ekki frekar um rætt. En þrátt fyrir allt höldum við jól og aðrar kirkjulegar stórhátíðir með pomp og prakt, eins og vera ber. Það er að vísu hálfgert tómahljóð í öllu þessu guðsorðaglamri — og ef við hefðum ekki Bach og Handel, kæmumst við líklega seint eða aldrei i snertingu við fagnaðarboðskapinn á kirkjunnar vegum. Þetta voru orð Steins Steinars. Nú er ekki alveg ljóst hvað vakað hefur fyrir Steini þegar hann sló fram þessari kenningu sinni að við værum fremur húmanistískir heiðingjar en kristnir menn — og er leitt að hann skyldi ekki gera nánari grein fyrir henni, ekki síst þar sem hann taldi margar stoðir renna undir hana. En staðhæfingar hans eru umhugsunarverðar. Skyldi það vera rétt að Islendingar — þótt þeir hafi búið við kristileg trúarbrögð í nær þúsund ár — séu ekki raunverulega kristnir? Hvað merkir það að vera raunverulega kristinn? A þessu ári, þegar þjóðkirkjan minnist þess að þúsund ár eru liðin frá því að kristniboð hófst meðal norrænna manna hér á landi, er vissulega ágætt tilefni til þess að staldra við þessa spurningu. En þó að hér verði þess freistað að lokum að komast að niðurstöðu um það hvort við séum kristnir menn eða ekki, er ekki þar með sagt að við getum vænst þess að finna nokkurt tæmandi svar við spurningu okkar, jafnvel ekkert viðunandi svar, vegna þess að hún beinist að okkur sjálfum sem einni heild og ekki aðeins að því hvað við höfum verið, heldur líka og ekki síður að því scm við viljum vera. Spurningin: eru Islendingar kristnir? er m. ö. o. ekki einföld sagnfræðileg spurning — líkt og spyrja má hvernig kristnitaka hafi farið fram á alþingi eða hvenær hin lúterska siðbreyting átti sér stað, hver kirkjusókn hafi verið á Islandi á árinu 1980 eða hversu mörg börn hafi þá verið fermd. Með því að svara slíkum sagnfræðilegum eða félags- 348
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.