Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 103
Eru lslendingar kristnir? fræðilegum spurningum varðandi kristni á Islandi getum við orðið margs visari um sögu okkar, siði og venjur og dregið af þeim fróðleik ýmsar ályktanir um viðgang kristninnar meðal landsmanna. En slíkar ályktanir eru allar vafasamar. Kristnitakan árið 1000 eða þar um bil var í sjálfu sér stórmerkilegur pólitískur atburður — en af því verður ekki réttilega dregin sú ályktun að íslendingar hafi skyndilega orðið kristnir í eiginlegri merkingu þess orðs. Ef til vill væri nær að segja að sú friðsamlega leið sem farin var við kristnitökuna hafi einkum falið það í sér að Islendingar slógu því á frest að taka endanlega afstöðu til hins kristna boðskapar — og þá er ekki fjarri lagi að bæta því við að trúlega sé sá frestur enn ekki runninn út. Siðbreytingin á 16. öld breytir hér engu um. Hún átti naumast rót sína að rekja til trúarlegrar vakningar hér innanlands, nema að litlu leyti, og er okkur nær að minnast þeirra helgispjalla og manndrápa sem þá voru framin í nafni hins nýja siðar. Kirkjusókn eða tala fermingarbarna á ári hverju segir heldur ekkert til um eiginlegt trúarhf landsmanna af ástæðum sem tæpast þarf að rekja, svo augljósar sem þær eru. Kirkjan, þjóðkirkjan, er svo viðamikil opinber stofnun að undar- legt væri ef ekki mætti tína til alls kyns tölur sem ættu að sýna ræktarsemi Islendinga við hinn kristna sið. Spurningunni: eru Islendingar kristnir? er eftir sem áður ósvarað. Henni er ósvarað vegna þess að hún er fyrst og fremst trúarleg: Erum við kristin eða ekki — þ. e. a. s. játum við raunverulega trú á Jesú Krist sem guðsson og frelsara manna eða viðurkennum við einungis kirkju hans sem sögulega staðreynd í þjóðfélagi okkar? Viljum við vera kristin eða teljum við boðskap Krists forneskjulega bábilju? Vorum við e. t. v. kristin en höfum glatað trúnni í þeim flaumi framfara og breytinga sem gengið hafa yfir þjóðlífið? Hvernig höfum við farið með kristna kenningu gegnum aldirnar, hvaða máli hefur hún eiginlega skipt okkur, hvaða áhrif hefur hún haft á menningu okkar og hugsunarhátt? Höfum við verið alin upp í eiginlegum kristnum anda? Teljum við æskilegt að innræta börnum okkar kristilegt hug- arfar? Það er við efni af þessu tagi sem við þurfum að glíma ef við ætlum okkur að leita svara við spurningunni: eru Islendingar kristnir? Við getum nú orðað hana á eftirfarandi hátt: Reynum við og viljum við móta og skoða líf okkar í ljósi kenningar Jesú Krists — eða tökum við í reynd mið af öðrum kenningum þegar við hugleiðum merkingu mannlífsins og viljum gefa því stefnu og tilgang? Sem sagt: Hvaða máli skiptir okkur hin kristna kenning? Nú kynni einhver ykkar hlustenda minna að hafa hnotið um málflutning minn til þessa. Rökfærsla hans gæti verið eitthvað á þessa leið: Kristin kenning 349
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.