Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 104
Tímarit Máls og menningar kveður á um efni sem engin leið er til að komast að áreiðanlegri eða algildri niðurstöðu um. Matið á kenningunni er því algerlega háð persónu eða geðþótta hvers og eins: ég get kosið að trúa kenningunni eða hafna henni, ef mér sýnist svo, trú mín eða vantrú er mitt einkamál — og skoðanir íslendinga á hinni kristnu kenningu eru sennilega jafn margar og þeir sjálfir. Það er því vonlaust fyrirtæki að spyrja hvaða máli kristindómurinn skipti okkur íslendinga sem eina heild, við vitum fyrirfram að það er ekki til neitt marktækt svar við henni. Ég held að fólki sé mjög tamt að líta á málið eitthvað svipað þessu. Trúin er þá skoðuð sem persónuleg afstaða til æðri máttarvalda eða til þeirra verðmæta sem mestu máli skipta í lífinu — og hver og einn er talinn hafa sjálfsagðan rétt til að hafa þá afstöðu í þessum efnum sem hann sjálfur kýs. í stjórnarskrá íslenska ríkisins er trúfrelsi allra þegna þess viðurkennt og er þá átt við rétt þeirra til að játa trú á guð með þeim hætti sem þeir sjálfir kjósa sér; í þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar virðist raunar ekki gert ráð fyrir eiginlegu trúleysi eða yfir- lýstu guðleysi því að þar stendur orðrétt: „Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti sem best á við sannfæringu hvers eins; þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.“ Nú er stjórnarskráin e. t. v. engin sérstök heimild um það hvernig íslend- ingar hugsa í raun; hún er að mestu fengin að láni frá öðrum þjóðum eða ríkjum og er ekki sprottin af okkar eigin stjórnunarhefðum, enda höfum við kannski ekki af miklu að státa í þeim efnum. I því efni sem hér um ræðir fer hún þó trúlega nálægt mjög almennri afstöðu íslendinga: þeir trúa og vilja trúa hver með sinum hætti á Guð eða önnur dulin öfl og vilja fá að rækta eða stunda trú sína í friði. Meðvitað, yfirlýst guðleysi er líklega fremur sjaldgæft þó að það hafi eflaust aukist á síðari tímum meðal landsmanna; allavega eru ekki mörg dæmi þess að yfirlýstirguðleysingjar hafi risið upp og krafist réttar síns, enda erekki til neinn skipulegur flokkur eða söfnuður slíkra manna mér vitanlega. Ég efast um að fólk, sem kýs að vera ekki dregið í dilk með kristnum mönnum, myndi kjósa að fylla slíkan flokk yfirlýstra guðleysingja. Steinn Steinarr talaði um „húmanístíska heiðingja" og taldi íslendinga eins og áður greinir frá fremur falla í þann flokk en flokk „kristinna manna“. í hverju skyldi þessi „mannlegi heiðindómur“ okkar Islendinga vera fólginn og hvaða máli skiptir hann okkur, ef fullyrðing Steins Steinars er á rökum reist? Hér erum við komin að spurningum sem eru órofa tengdar fyrri spurningum okkar um það hvað það merki að vera raunverulega kristinn og hvaða máli kristin kenning skiptir okkur íslendinga — því að heiðindómur er sú trú eða skoðun sem brýtur í bága við kristna trú, og heiðingjar þeir menn sem 350
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.