Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 105
Eru Ulendingar kristnir?
áður fyrr voru taldir óalandi og óferjandi í kristnu samfélagi og því gert að lifa á
heiðum úti. Sannleikurinn er sá að við komumst með engum hætti fram hjá
spurningunni hvað það sé að vera kristinn — svo lengi sem við litum á okkur
sjálf sem eina heild, þ. e. a. s. sem Islendinga, en ekki sem sundurlausa hjörð
einstaklinga án nokkurrar sameiginlegrar menningar, siða og hefða. Sú stað-
reynd að okkur er tamt að líta á trúna sem einkamál og sýna visst frjálslyndi í
trúarlegum efnum gerir viðfangsefni okkar enn mikilvægara og brýnna því að
það er trúin, trúarviljinn, sem að endingu sker úr um það sem máli skiptir.
Hvað er það sem skiptir raunverulegu máli fyrir Islendinga sem eina heild,
eina þjóð? Þeirri spurningu vil ég svara með þremur orðum: sjálfstceóið, efna-
bagurinn, trúin. Þessar þrjár víddir þjóðfélagsins — hin stjórnmálalega, hin
efnahagslega og hin trúarlega — eru meginstoðir hverrar menningar og bresti í
einni þeirra þá hriktir í hinum tveimur. Af þessum þremur stoðum höfum við
að undanförnu lagt langminnsta rækt við trúna, hina andlegu vídd: sjálfstæð-
isbaráttan sameinaði okkur uns lýðveldið var orðið staðreynd, síðan þá hafa
efnahagsmálin átt — mér liggur við að segja — hug okkar allan; hin andlega eða
trúarlega stoð menningar okkar hefur hins vegar verið vanrækt og vanmetin —
jafnvel talin aukaatriði eða yfirborðsfyrirbæri með tilliti til hinna tveggja meg-
inþátta menningarinnar. Ég óttast að við gerum okkur ekki enn nægilega grein
fyrir því hvað af þessu getur hlotist. „Við erum og verðum það, sem við
hugsum“, segir Sigurður Nordal á einum stað. Mikilvægi hinnar trúarlegu
viddar í tilveru okkar verður best séð með einföldum samanburði við hinar tvær
víddirnar, hina stjórnmálalegu og hina efnahagslegu. Það er auðvelt að hugsa sér
að við glötum sjálfstæði okkar og missum öll tök á efnahagsmálum okkar — en
verðum eftir sem áður íslendingar og viljum endurheimta sjálfstæðið og
endurreisa efnahaginn. En það er ógjörningur að hugsa sér að við hættum að
hugsa sem íslendingar og verðum íslendingar eftir sem áður. Og hvað við
hugsum og hvernig við hugsum sem Islendingar, hverju við trúum og hvað við
teljum mestu skipta — í því er fólgin hin trúarlega vídd sem allt veltur á að
endingu. Stjórnmál og efnahagsmál eru með öðrum orðum skammtímamál í
eðli sínu, en trúmálin langtímamál, ef svo mætti komast að orði.
Með þessu er ég síður en svo að draga úr augljósu mikilvægi stjórnmála eða
efnahagsmála, þaðan af síður að spá því að við missum þau innan skamms úr
höndum okkar. Ég er einungis að benda á þá staðreynd að það hverju við ráðum
og það hvað við eigum er ekki það sem setur lífi okkar lokamark, heldur hitt
hverju við trúum, þ. e. a. s. hverjir við erum, hvers konar menn við viljum vera
og hvaða tilgang við viljum sjá að verki í lífi okkar. Við kunnum að vakna einn
351