Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 107
Eru Islendingar kristnir?
heimspeki, vísinda og bókmennta — er jafnt í almennum sem einstökum
atriðum óskiljanleg nema í ljósi kristinnar kenningar og með sífelldri hliðsjón af
henni. Engin kenning, enginn boðskapur hefur haft jafn rík áhrif og margþætt
á hugsun og menningu Vesturlandabúa, og gildir hér einu um hvort menn hafa
staðið innan kirkjunnar eða utan. Til þess að kynnast sjálfum okkur, sögu okkar
og menningu, þurfum við þvi að kunna ýtarleg skil á hinni kristnu kenningu,
enda hefur trúlega engin kenning verið jafn rækilega rannsökuð og hugleidd af
fræðimönnum sem alþýðu manna. Þó eigum við Islendingar hér mikið óleyst
verkefni fyrir höndum, ef við viljum skilja innviði og sögu eigin menningar og
hugmyndaheims. Svo dæmi sé tekið þá er þáttur kristinnar kenningar í forn-
bókmenntum okkar enn að mestu leyti órannsakaður. Ástæðan til þess virðist
mér vera sú að þeir fræðimenn sem lagt hafa stund á þessar bókmenntir hafa
ekki verið vel heima í kristnum fræðum eða áhugalausir um þau; ef til vill væri
réttara að segja að þeir hafi ekki verið kristnir í raunverulegri merkingu þess orðs
(eins og Steinn Steinar tók til orða). Ég held að þetta eigi t. a. m. við merkasta
fræðimann okkar á þessu sviði, Sigurð Nordal. Af verkum hans verður ekki
ráðið að hann hafi verið kristinn í eiginlegri merkingu þess orðs. Þar með er ekki
sagt að hann hafi verið heiðinn, trúlaus eða einhverrar annarrar trúar. í stór-
merkum útvarpserindum sínum, Líf og dauði, nálgast hann þó víða það sem
kalla mætti „mannlegan heiðindóm“, enda sækir hann þar eitt og annað til
forngrískra spekinga, ekki síst Sókratesar.
Hvað merkir að vera kristinn maður í raunverulegri merkingu þess orðs? Svari
nú hver fyrir sig! Sjálfur tel ég eðlilegast að líta svo á að sá einn sé réttilega
kallaður kristinn maður sem tekur mið af fordæmi Jesú Krists og skoðar lífið og
tilveruna sífellt í ljósi helgisögunnar um hann. Eg held að þetta hljóti að teljast
hinn eiginlegi eða raunverulegi skilningur orðsins. En þá sjáum við í hendi
okkar hversu hæpið það er að svara spurningunni: eru íslendingar kristnir?
alfarið játandi. Hversu mörg okkar leitast af einlægum vilja við að hugsa og
breyta í ljósi þeirrar kenningar að Kristur sé „vegurinn, sannleikurinn og lífið“?
Ef ég miða einungis við takmarkaða reynslu mína, þá eru sárafáir af þeim
íslendingum sem ég hef kynnst kristnir í þessum skilningi. Stafar þetta þó ekki
af því að ég forðist félagsskap kristinna manna, nema síður væri, enda átti ég því
láni að fagna að nema í kaþólskum háskóla um árabil.
Hér er þó að einu að hyggja sem ef til vill breytir nokkru um þá niðurstöðu að
Islendingar séu illa eða lítið kristnir. Margir líta á trú sína sem einkamál, jafnvel
sem feimnismál. Af lauslegum kynnum við þá verður í reynd ekkert ráðið um
trúarsannfæringu þeirra. Hér kemur og til að við erum sjaldan knúin — hvorki
353