Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 108
Tímarit Máls og menningar af innri þörf né ytri nauðsyn — til þess að gera virkilega upp hug okkar og taka ótvíræða afstöðu í trúarlegum efnum. Það kann að vera ef á reyndi að annað kæmi í ljós en það sem blasir við á ytra borði. En þá er ég líka hræddur um að upp kæmi æði mörg sannfæringin sem bryti algerlega í bága við kristna kenningu, t. a. m. sú sannfæring að til séu huldumenn og alls kyns dulin öfl á sveimi í náttúrunni. Vera má að ýmsir hlustenda sjái enga mótsögn, engan árekstur milli slíkrar náttúrutrúar, sem flestum er mæta vel kunn í líki anda- eða draugatrúar og svo eiginlegrar trúar á Jesú Krist og kenningu hans. En þá stafar slíkt sennilega af því hversu illa við erum í rauninni upplýst um kristna kenningu og hversu mikið skortir á að við höfum tileinkað okkur fagnaðarer- indið. Ef þetta er rétt, þá er meginástæða þess eflaust sú að okkur íslendingum er ósjálfrátt tamt frá fornu fari að gera skarpan greinarmun á kirkjunni annars vegar, á kristinni trú hins vegar. Mörg okkar vanrækja með öllu kirkjuna og eru jafnvel á móti flestu eða öllu þvi sem kirkjunnar menn aðhafast — en telja sjálfa sig engu að siður kristinnar trúar. Er hægt að játa einlæglega og i alvöru trú á Jesú Krist sem frelsara okkar og þjáningarbróður — án þess að taka virkan þátt i lifi þeirrar kirkju sem hann stofnaði og vera jafnvel á móti henni? Ég held ekki: trúarlíf sitt fær enginn ræktað og þroskað nema i samfélagi þar sem menn deila sannfæringu sinni með öðrum og gangast undir ákveðna siði og reglur sem leggja þeim skyldur á herðar. Kirkjan er slikt samfélag kristinna manna og það er því einungis með þvi að taka þátt í lífi hennar og starfi sem mönnum er unnt að rækta kristna trú sína. Spurninguna: eru íslendingar kristnir? getum við þvi orðað: Hversu mörg okkar játa raunverulega trú á Jesú Krist með virkri þátttöku í lífi og starfi kirkjunnar? Allavega gerum við það ekki öll, sennilega einungis litill hluti þjóðarinnar. í þeim skilningi eru íslend- ingar sem ein heild ekki kristnir. Sú staðreynd að Islendingar gera í reynd svo skarpan greinarmun á kirkju og kristni veldur í senn trúarlegri firringu meðal landsmanna og óheilindum gagnvart kristinni kenningu: lslendingar eru kristnir, ef ég má orða það svo, án pess aó verapað. Og það sem meira er, þeir laga ótal hugmyndir og skoðanir, sem eiga ekkert skylt við kristna kenningu, að eigin óljósu trúarsannfæringu. Hin friðsæla kristnitaka á alþingi fyrir tæpum 1000 árum — með sérákvæðum sínum um réttindi heiðinna manna — skapaði eflaust þau sérstöku skilyrði sem hafa einkennt íslenska menningu allar götur síðan. Og þar er ugglaust að finna rótina að þeim greinarmun sem landsmenn gera á afstöðu sinni annars vegar til hins kristna boðskapar sem þeir meðtaka eftir sínu höfði, hins vegar til þeirrar 354
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.