Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 111
tíðina líður fer honum að leiðast og loks er hann feginn að komast i land. Um haustið fær sjórinn þó endurnýjað að- dráttarafl i augum Loga. Hann fær 5000 krónur í sinn hlut og (209): Aður en hann var kominn alla leið heim til sin var hann staðráðinn i þvi, að næst þegar hann hitti Pálma ætlaði hann að spyrja hvort hann mætti ekki koma með einn eða tvo túra næsta sumar. Kallamannasamfélag Það er nýstárlegt fyrir landkrabba að fá að kynnast sildveiðum og þá ekki siður lifinu um borð í síldarbát heila vertið. A Sleipni eru 11 skipverjar fyrir utan Loga, Pálmi skipstjóri, Ási stýrimaður, Jón og Magnús vélstjórar, Sævar kokkur og hásetarnir Haukur, Leifi keingur, Rúdolf, Mundi, Gunni og Konni. Af öllum þessum mönnum fáum við svipmyndir, sumir verða ekki miklu meira en nafnið tómt og eitt áberandi persónueinkenni, t. d. Jón með skeggið, Leifi keingur og Mundi með lægðirnar og hægðirnar. Aðrir sýna á sér fleiri hliðar, t. d. Pálmi skipstjóri, Gunni og Konni. Konni verður einna minnis- stæðasrur skipverka enda er hann sá sem Loga þykir vænst um. Hann er sá sem yrkir lausavisur um borð og kann þjóð- sögur, fræðir Loga um alla heima og geima og á honum festast ekki óhreinindi — fyrr en í vertiðarlok þegar hann drekk- ur sig moldfullan, verður drullugur upp fyrir haus og sýnir ofbeldishneigð örstutta stund. Allir skipverjar eru Loga góðir enda er Logi besta barn. Þeir striða honum eins og hver öðrum, en þeir vernda hann vakandi og sofandi. Engin harka er sýnd hjá þess- Umsagnir um bœkur um karlmönnum nema vinnuharkan. Einu sinni bregður þó út af þessu. I vari undan Langanesi í brælu verða skipverjar úrillir, „og Logi fann að honum var fyrir bestu að láta fara sem minnst fyrir sér.“ (148) Eftir þessa bið sigla þeir fyrir Langanes og Gunni segir Loga að nú verði hann að gera það sem allir sjómenn þurfi að gera í fyrsta skipti sem þeir sigla fyrir Langanes. Og hvað er það, spyr drengur- inn (151): — Þú átt að fara upp á dekk og slá tippinu á þér tíu sinnum í frammastrið um leið og við siglum í röstina. Þetta vill Logi ekki og það verða snörp átök um buxnaklauf hans, en Konni kemur til hjálpar strax og drengurinn fer að gráta. Eftirköst verða engin. Dramatíska uppbyggingu að þessum atburði vantar, þvi milli þess sem dreng- urinn finnur leiðann og illskuna gripa áhöfnina og þess þegar Gunni og Leisi reyna að fá útrás fyrir leiðann með því að stríða stráknum svona stórkarlalega, er frásögn af friðsamlegum samræðum Loga og Rúdolfs i stýrishúsinu um það þegar Rúdolf missti föður sinn. Spenna verður því engin þótt atvikið bjóði upp á það. Þetta karlasamfélag um borð í Sleipni reynist vera ákaflega gott litlum dreng sem er fjarri móður sinni og systkinum heilt sumar. Til hvers þarf maður mömmu þegar maður á ellefu pabba? Frœðandi en ekki spennandi Fleiri atvik en hið áðurnefnda bjóða upp á spennu í Pelastikk án þess að höfundur notfæri sér það. Raunar virðist það ásetn- ingur Guðlaugs Arasonar að gera sögu 357
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.