Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 112
Tímarit Máls og menningar sína ekki spennandi. Hann bútar hana sundur í óþarflega margar smásögur sem þar að auki eru sumar svo líkar að þær vilja renna saman. Hann dvelur hvorki við persónur né atvik nógu lengi til að spenna nái að byggjast upp, til að lesandi fari að biða eftir því sem gerist. Undantekningin er besta frásögn bókarinnar að minu mati sem raunar gerist uppi á landi og er alveg sjálfstæð smásaga fremst í bókinni: sagan af því þegar Logi eignaðist Lummuna. Heimsókn Loga til Geira í Holti sem á bátinn er afar skemmtilega lýst og gamli bóndinn verður sú aukapersóna sem langminnisstæðust verður í þessari sjó- mannasögu. Framhaldið, för Loga í spari- sjóðinn og átökin heima fyrir, eru líka bráðvel sögð. En svo lýkur þætti Lumm- unnar og við hittum Geira í Holti ekki aftur. I sögunni eru margar nákvæmar og fróðlegar lýsingar á því þegar skipverjar á Sleipni kasta á síldartorfur og auðvitað er svolítið spennandi að vita hvort þeir fá síld i nótina og hvernig vertíðin gengur, en þetta er svo mikil hamingjusaga að lesandi þarf aldrei að taka verulegan þátt í þeirri spennu, hann veit hvernig fer. Átök bókarinnar fara öll fram á yfirborði sög- unnar þannig að lesandi þarf ekki að spreyta sig á að kafa ofan í hana, hann þarf ekki að hrífast með innra straumi í sög- unni. Þetta finnst mér gallinn á þessari fallegu sögu, hana skortir innra raunsæi til jafns við hið ytra. Það er alltaf erfitt að koma orðum að því sem vantar í bók, enda eiga höfundar óbrigðult svar við slíku: ég ætlaði aldrei að hafa þetta með, ég sleppti þvi vísvit- andi. Guðlaugur Arason vill að mínu mati sýna í Pelastikk hvernig lítill drengur fær heitustu ósk sína uppfyllta, en hvernig jafnvel það veitir ekki endalausa sælu. Hann vill sýna hvernig barn sveiflast milli sorgar og gleði, fullsælu og örvæntingar, og hvernig barninu finnst ævinlega að einmitt það ástand sem það er í núna verði varanlegt. Sögumaður hefur orð á þessum geðsveiflum hvað eftir annað en honum tekst ekki fyllilega að sýna þær, og það trúi ég stafar annars vegar af fjarlægð sögu- manns frá söguhetju og hins vegar af því hvað höfundi hættir til að breiða yfir átök, dvelja við sælustundir en tæpa á hinum vansælu, lýsa gæskunni betur en grimmdinni. Það skortir á jafnvægi og bókin hallast frá því að vera bók um reynslu drengs af lokuðum heimi fullorð- inna karlmanna og að því að verða skemmti- og fræðslubók handa börnum með bernskuminningum höfundar frá síldarárunum. Barnabðk Pelastikk er að mörgu leyti afburðagóð barnasaga, yndisleg og fyndin, fræðandi, hæfilega „orðljót" til að marka nokkur tímamót þar, og þótt hún sé löng er hún auðlesin vegna þess hvað hún dettur i stakar sögur. Auðvitað þyrfti að stækka letrið og myndskreyta hana fyrir unga lesendur og útbúa góðar fræðandi myndir af bátum og veiðarfærum (sem sumum fullorðnum veitti ekki af heldur, ég nefni engin nöfn), en fleira þyrfti ekki að gera. Og það er alveg í samræmi við stefnu velflestra barnabókahöfunda að hlífa les- endum sínum við sáru uppgjöri og breiða yfir átök og innri spennu eins og gert er í Pelastikk. Að vísu er fjarlægð sögumanns frá Loga enn til baga í barnabók, að ekki sé minnst á þá staði þar sem fjarlægðin er írónísk. Þá flnnst lesendum á Loga aidri að höfundur sé að gera grín að stráknum þó að eldri krakkar hafi eflaust gaman af því. Sögu- 358
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.