Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 25
Úr beimi Ljósvíkingsins jesúgervingurinn ekki bundinn hinum sögulega Jesú, heldur liggur nærri að ætla að Jesús frá Nazaret sé sjálfur jesú-gervingur, þ.e. holdtekja ákveðinnar frelsarahugmyndar sem mannkyninu er meðfædd. Jesús sem bróðir og vinur allra sem kúgaðir eru og undirokaðir er algengt mótív þar sem hinn bókmenntalegi jesú-gervingur fer, en hann getur einnig komið fram í margvíslegum öðrum gervum. Hann nær allt frá því að vera aukin og endurbætt ævisaga Jesú guðspjallanna til þess að vera eftirmyndun Jesú í einstökum atvikum eins skáldverks. Algengustu atvikin sem bókmenntirnar nota úr ævi Jesú er fæðing hans, þjáning, dauði og upprisa. Jesú-gervingurinn er oftast annar Jesús en Jesús kirkju og guðrækni. Ósjaldan gegnir hann einmitt því hlutverki að vera eins konar dómari yfir Jesú kirkjunnar og kristindómnum og oft er hann dómari yfir samfélaginu í heild. Vart er hægt að minnast svo á jesú-eftirmyndanir, að ekki sé minnst á söguna Rannsóknardómarinn eftir Dostojewskij en saga þessi var síðar felld inn í skáld- verkið Karamasov-brceðumir. Þar segir frá því, að Jesús hafi komið aftur til jarðarinnar á tímum rannsóknardómsins illræmda á miðöldum. Fólkið fagnar honum og hyllir hann og hópast í kringum hann. En rannsóknardómarinn verður brátt ósáttur við þennan Jesúm sem veldur slíkum óróa meðal fólksins, svo að jafnvel stöðu kirkjunnar gæti verið hætta búin. Rannsóknardómarinn spyr þessarar táknrænu spurningar í yfirheyrslunum yfir Jesú: „Hvers vegna kemurðu til þess að trufla okkur?“ Og dæmir hann svo til dauða. Með þessu vill Dostojewskij koma ákveðinni kirkjugagnrýni til skila, gagnrýni sem kirkjan hefði áreiðanlega gott af að minnast, og í þeirri gagnrýni beitir Dostojewskij Jesú sjálfum sem æðsta mælikvarða. í skáldverkinu Idiotinn, sem áður er minnst á, hefur Dostojewskij beitt jesú-gervingnum til þess að gagnrýna samfélagið, sem mælikvarða þess, þar sem Myskin, hinn flogaveiki fursti, er sá eini sem er ekta og heill, en samfélagið, sem telur sig normal, leitast við að útskúfa honum og opinberar þar með hversu ómannlegt og fullt hræsni það er. Afglapi Dostojewskijs er ein hinna mörgu skáldsagnapersóna sem sverja sig í ætt við hinn óþekkta göngumann sem slóst í för lærisveinanna tveggja á leið til Emmaus forðum. Hinn óþekkti göngumaður birtist ýmist sem fáviti, bylt- ingamaður, sósíalisti, drykkfelldur prestur, betlari — eða íslenskt alþýðuskáld. Ævinlega er hann tákn hins undirokaða og fyrirlitna mannkyns, svo notuð séu orð Halldórs Laxness um jesú-gervinginn. Hinn óþekkti göngumaður er kom- inn til að mæta manninum í þjáningum hans og miðla honum veröld fegurðar og vonar. Ólafur Kárason er á leið þangað sem fegurðin mun ríkja ein. En í verkum Halldórs Laxness er hvorugt að finna án hins, engin þjáning án 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.