Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 35
Úr heimi Ljósvíkingsins legið lengi í rekkju vegna þunglyndis. I sögunni segir svo: „Upprisuhátíðin er geingin í garð, sagði skáldið. Jörðin hefur öðlast nýtt líf. Það er Jesús Kristur sem er upprisinn, sagði eiginkonan. Nei, sagði skáldið. Eg er risinn upp“ (II, 278). Samsömunin við hinn upprisna kemur einnig fram í lokaorðum kaflans, en þar segir: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein“ (II, 280). Þarna er skáldið óbeinlínis kallað skáld upprisusólarinnar. í þessari lokamynd verksins telur Wilhelm Friese að renni saman íslensk náttúrumýstik og kristin upprisutrú. Það mun ekki fjarri lagi þótt erfitt muni vafalaust reynast að skilgreina til hlítar hugtakið íslensk náttúru- mýstik. Um síðara atriðið, þátt hinnar kristnu upprisutrúar, er einnig erfitt að fullyrða. Þótt Ólafur gangi á jökulinn til þess að deyja er atburður þessi af hans hálfu ekki uppgjöf og ekki dauði heldur innganga til lífsins. Hann gengur á vit lífsins eins og einnig kemur fram í áttartákninu „á vit aftureldingarinnar“. Ólafur gengur í átt til rísandi sólar, hann velur páskadag til þessa atburðar og hann líkir sjálfum sér við hinn upprisna. Allt þetta rennir stoðum undir skoðun Wilhelms Friese. Þó mun vega þyngst á metunum áttartáknið til austurs, skal vikið nánar að því. I skáldsögum tékkneska skáldsins Franz Kafka er áberandi áttartáknið vestur. í skáldsögunni „Höllin“ ber furstinn meira að segja nafnið WestWest. Tákn þetta er almennt skýrt sem dauðatákn, tákn sólseturs, endalokanna. Þó ber ekki að telja Kafka meðal þeirra skálda fyrri áratuga þessarar aldar sem gefa vonleys- inu lausan tauminn í verkum sínum, þótt verk þessa berklasjúka skálds beri trauðla vitni um mikla lífsgleði. Að baki hinum endalausu múrveggjum og völundarhúsum er einhver sem gefur öllu saman gildi og innihald, eins konar guðsmynd sem þó er fjarlæg og þögul. Því eru tákn eins og ljós og rödd magnþrungin tákn hjá Kafka. Ólafur Kárason heldur á vit aftureldingarinnar. Þar með sver hann sig i ætt við þær bókmenntir sem hafna lífsafneituninni vísvitandi. Dostojewskij tekst að hafna lífsafneituninni þrátt fyrir hið mikla raunsæi verka sinna, en hjá honum myndar vonartákn kristninnar, upprisan, ævinlega bakgrunninn. I bókmennt- um fyrri hluta þessarar aldar er hins vegar ekki óalgengt hið algjöra myrkur vonleysis og lífshöfnunar. Hiklaust má telja að lífsjákvæð afstaða sé ríkjandi i verkum Laxness og jafnframt eitt sterkasta einkenni þeirra. Þannig hefur Laxness talað með greini- legri vanþóknun um það sem hann nefnir „hugarfar, sem afneitar lífinu“.30 Virðist hann hafa kynnst slíkum lífsskoðunum býsna náið á yngri árum. Þannig 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.