Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 43
Úr heimi Ljósvíkingsins þekkta dulhyggjumann, og heilög Teresa kemur fyrir oftar en einu sinni í máli Úu; um sr. Jón prímus er sagt að siðfræði hans grundvallist á þjáningardul- hyggju 12. aldar; í Vefaranum mikla vinnur Steinn Elliði að þýðingu á einu merkasta riti hinnar kristnu dulhyggju, Imitatio Christi eftir Thomas a Kempis. Þannig mætti lengi telja. En hér verður stiklað á stóru. Hallberg hefur bent á sterk áhrif Imitatio Christi á Laxness og telur hann þá bók hafa átt mestan þátt í því að vekja áhuga hans á kaþólsku kirkjunni. Imitatio Christi, eða Breytni eftir Kristi eins og verkið heitir í íslenskri þýðingu, er eitthvert útbreiddasta guð- ræknirit allrar kristninnar fyrr og síðar og var fyrst þýtt á íslensku af séra Þorkeli Arngrímssyni Vídalín og gefið út á Hólum árið 1676 og kom síðast út hér á landi árið 1976. Bók þessi er rituð i upphafi 15. aldar og er eins konar samnefnari hinna ýmsu mýstísku hreyfinga kirkjunnar á síð-miðöldum. Hún er skrifuð við alþýðuhæfi en skortir mjög á þá dýpt dulhyggjunnar, sem ýmis önnur, einkum eldri rit hinnar kristnu dulhyggju, búa yfir. Þjáningardulhyggja kirkjunnar á miðöldum á sér rætur í hinni platónsk-ágústínsku guðfræði miðalda, einkum 12. aldar. Tilgangur hennar er fyrst og fremst samsömun við hið Eina, við guðdóminn á einstökum augnablikum lífsins. Til þess notaði mýstikin ákveðna tækni sem einkum var notuð í klaustrunum. í miðdepli kristinnar þjáningarmýstikur er Kristur hinn krossfesti, hinn þjáði frelsari, þar sem kirkjan sá mennsku manns- ins hafa birst í hreinastri mynd sinni. í samsömun með þjáningum Krists skynjar maðurinn hið eilífa ljós guðdómsins eftir að hann hefur skynjað hina dimmu nótt sálarinnar, hrópsins þar sem Kristur hrópar „Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig?“ En smám saman berst þjáningardulhyggjan út fyrir klaust- urmúrana, hún verður leið almennings til samsömunar við guðdóminn. Dul- hyggjan skynjaði Krist í sérhverri þjáningu, sérhver þjáning er krossburður og handan hans, handan myrkurs þjáningarinnar, mætir Guð hinum þjáða. Því gat hinn þjáði litið svo á að guðdómurinn væri aldrei nær honum en einmitt í þjáningunum. Oll þjáning er krossburður, eða með orðum Thomas a Kempis: „Krossinn er (því) ávallt til reiðu og bíður þín allsstaðar“.39 Rangt væri að líta svo á að þessi útgáfa kristinnar guðrækni miðalda hefði tilbeðið þjáninguna og notið hennar í stað þess að reyna að vinna bug á henni. Hér er hins vegar um að ræða jákvæða lífsskynjun sem sér allt lífið undir sjónarhorni Guðs, einnig þjáninguna. Allt fær innihald og merkingu, einnig sárasta kvöl og sú þjáning sem virðist vera tilgangslaus. Guð hefur ekki yfirgefið neinn að þessum skilningi, allra síst þá sem þjást. Þó ber því ekki að neita að Imitatio Christi hefur oft verið borið þeim sökum réttilega að þar sé að finna TMM 111 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.