Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 44
Tímarit Máls og menningar nokkuð af þeirri útþynntu dulhyggju miðalda sem gerir þjáninguna eftirsókn- arverða. Án þess að reynt verði að gera því efni nein skil skulu gefin hér dálítil sýnishorn. í Imitatio Christi segir: „Oss er gagnlegt að verða stundum fyrir vandræðum og mótlæti, því að það vekur oft gaumgæfni hjá manni. Þá finnur hann, að hann er í útlegð og getur ekki treyst neinu, sem er af þessum heimi“.40 Krossinn er grunntónn bókarinnar: „Ef þú vilt eiga farsælt líf, þá fyrirlíttu þetta líf. Ef þú vilt vera upphafinn á himnum, þá iítillækkaðu þig í þessum heimi. Ef þú vilt ríkja með mér, þá berðu krossinn með mér“.41 í 12. kafla annarrar bókar er sérstaklega fjallað um krossinn, m.a. á þessa leið: Tákn krossins mun sjást á himni, er Drottinn kemur til að dæma . . . Hví óttast þú þá að taka á þig þann kross, sem leiðir þig til guðsríkis? Krossinn er hjálpræði, krossinn er líf, krossinn er vernd gegn óvinum. Krossinn veitir himneskan unað, krossinn er styrkur hugans, krossinum fylgir andlegur fögnuður . . . Tak því kross þinn og fylg Jesú og þú munt ganga inn til eilífs lífs . . . Þannig er allt fólgið í krossinum og allt undir því komið að deyja sjálfum sér. Til lífsins og hins sanna innri friðar liggur ekki annar vegur en krossferillinn helgi og vegur daglegrar sjálfsafneitunar".42 Þótt Ólafur Kárason komi engan veginn fram í Heimsljósi sem boðberi kristinnar trúar er hann þó greinileg eftirmynd þess manns sem hefur farið að ráðum Thomas a Kempis. Ólafur sér aðalsmerki mannsins — líkt og Bjartur i Sumarhúsum veit um upphaf hins æðsta söngs í samlíðuninni — í því, sem Thomas a Kempis kallar að bera krossinn, sem er alls staðar. Aðeins í hinu skilyrðislausa jái til lífsins og þar með þjáningarinnar og þeirra sem þjást komast þeir í snertingu við kjarna málsins, fyllingu mennskunnar. Sá andlegi fögnuður, sú vörn gegn óvinum, sá styrkur hugans og sá himneski unaður sem krossinn á að veita samkvæmt Thomasi a Kempis— allt það er hlutskipti Ólafs Kárasonar. Ólafur er því eins konar sönnun þess að krossinn og reynsla hans sé alls staðar, jafnvel þótt hann hafi ekki búist við honum. Hann ber krossinn ævinlega þegar hann tekur á sig þjáningu heimsins í samlíðuninni og skynjar á vegi þjáning- arinnar boðskap og fyrirheit krossins, sem falla honum í skaut. Sú dulbúna krossguðfræði sem kemur fram í persónu Ólafs Kárasonar er engan veginn óþekkt utan hins kristna trúarsamfélags. Jafnvel grískar bók- menntir löngu fyrir Krists burð fjalla um þjáninguna sem leið til sannleikans og mennskunnar ekki ósvipað og sú krossguðfræði sem fram kemur hjá Thomasi a Kempis. Má þar benda á Ödipus sem sjáandi er blindur, en blindur sér hann og skilur líf sitt í allri dýpt. Gröf hans verður blessunarstaður í vitund þjóðarinnar þangað sem menn leggja í langar pílagrímsferðir. Hið sama kemur fram hjá 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.