Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 44
Tímarit Máls og menningar
nokkuð af þeirri útþynntu dulhyggju miðalda sem gerir þjáninguna eftirsókn-
arverða. Án þess að reynt verði að gera því efni nein skil skulu gefin hér dálítil
sýnishorn. í Imitatio Christi segir: „Oss er gagnlegt að verða stundum fyrir
vandræðum og mótlæti, því að það vekur oft gaumgæfni hjá manni. Þá finnur
hann, að hann er í útlegð og getur ekki treyst neinu, sem er af þessum heimi“.40
Krossinn er grunntónn bókarinnar: „Ef þú vilt eiga farsælt líf, þá fyrirlíttu
þetta líf. Ef þú vilt vera upphafinn á himnum, þá iítillækkaðu þig í þessum
heimi. Ef þú vilt ríkja með mér, þá berðu krossinn með mér“.41 í 12. kafla
annarrar bókar er sérstaklega fjallað um krossinn, m.a. á þessa leið:
Tákn krossins mun sjást á himni, er Drottinn kemur til að dæma . . . Hví óttast
þú þá að taka á þig þann kross, sem leiðir þig til guðsríkis? Krossinn er hjálpræði,
krossinn er líf, krossinn er vernd gegn óvinum. Krossinn veitir himneskan unað,
krossinn er styrkur hugans, krossinum fylgir andlegur fögnuður . . . Tak því kross
þinn og fylg Jesú og þú munt ganga inn til eilífs lífs . . . Þannig er allt fólgið í
krossinum og allt undir því komið að deyja sjálfum sér. Til lífsins og hins sanna
innri friðar liggur ekki annar vegur en krossferillinn helgi og vegur daglegrar
sjálfsafneitunar".42
Þótt Ólafur Kárason komi engan veginn fram í Heimsljósi sem boðberi
kristinnar trúar er hann þó greinileg eftirmynd þess manns sem hefur farið að
ráðum Thomas a Kempis. Ólafur sér aðalsmerki mannsins — líkt og Bjartur i
Sumarhúsum veit um upphaf hins æðsta söngs í samlíðuninni — í því, sem
Thomas a Kempis kallar að bera krossinn, sem er alls staðar. Aðeins í hinu
skilyrðislausa jái til lífsins og þar með þjáningarinnar og þeirra sem þjást komast
þeir í snertingu við kjarna málsins, fyllingu mennskunnar. Sá andlegi fögnuður,
sú vörn gegn óvinum, sá styrkur hugans og sá himneski unaður sem krossinn á
að veita samkvæmt Thomasi a Kempis— allt það er hlutskipti Ólafs Kárasonar.
Ólafur er því eins konar sönnun þess að krossinn og reynsla hans sé alls staðar,
jafnvel þótt hann hafi ekki búist við honum. Hann ber krossinn ævinlega þegar
hann tekur á sig þjáningu heimsins í samlíðuninni og skynjar á vegi þjáning-
arinnar boðskap og fyrirheit krossins, sem falla honum í skaut.
Sú dulbúna krossguðfræði sem kemur fram í persónu Ólafs Kárasonar er
engan veginn óþekkt utan hins kristna trúarsamfélags. Jafnvel grískar bók-
menntir löngu fyrir Krists burð fjalla um þjáninguna sem leið til sannleikans og
mennskunnar ekki ósvipað og sú krossguðfræði sem fram kemur hjá Thomasi a
Kempis. Má þar benda á Ödipus sem sjáandi er blindur, en blindur sér hann og
skilur líf sitt í allri dýpt. Gröf hans verður blessunarstaður í vitund þjóðarinnar
þangað sem menn leggja í langar pílagrímsferðir. Hið sama kemur fram hjá
34