Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 51
Hugmyndafrœði Alþýðubókarinnar Það viðhorf er kennt við pósitífisma að álíta það aðeins vísindi sem byggist á aðferðafræði náttúruvísindanna. Nú eru margar skilgreiningar á hugtakinu pósitífismi og fæstar eiga margt skylt við pósitífismastefnuskrá A. Comtes, en frá honum er orðið upphaflega komið. Almennt talað er pósitífismi ákveðið afbrigði af reynsluhyggju. Þýðingarmesti skóli pósitífista innan heimspekinnar er Vínarhringurinn á 3. áratugnum, sú kenning sem nefnd hefur verið rök- fræðilegur pósitífismi. Fróðlegt er að gefa því gaum að meðlimir Vínarhrings- ins, Carnap, Schlick, Neurath o.fl., voru meira eða minna vinstrisinnaðir. Meðal mikilvægustu hugmynda þessara manna voru t.d. sú skoðun að alla mannlega þekkingu eigi að vera hægt að tjá í máli, þ.e.a.s. ekki sé til nein óræð þekking. Þeir álitu að þekkingin væri samsett úr beinum einstaklingsbundnum upplif- unum og röklegum reglum og væri hægt að smækka hvers konar setningar (þekkingu) niður í svonefndar frumsetningar, er annaðhvort segðu til um einhverja tiltekna staðreynd í veruleikanum eða um tiltekna rökreglu. Setningu sem ekki væri hægt að greina sundur í slíkar frumsetningar töldu þeir merking- arlausa. Um vísindin sögðu pósitífistarnir að þau væru ein órofa heild og andmæltu þar með aðgreiningunni í hugvísindi og raunvísindi, sem gerði ráð fyrir tvenns konar aðferðafræði. Vísindin byggju ein yfir sannanlegri þekkingu og væru því eina þekkingarformið. Pósitífistunum var umhugað að halda vísindalegri umræðu á plani staðreyndanna eða rökreglnanna, en setningar sem eru gildisbundnar álitu þeir yfirleitt merkingarlausar.4 Halldór uppfyllir flest þessi skilyrði til að geta kallast pósitífisti í Alþýðubókinni, að minnsta kosti í sumum ritgerðanna. Hann vildi t.d. halda sig við „staðreyndir“ og hafnaði gildisbundnum setningum í þeirri trú að slík aðgreining væri fær: hann segir að það sé „rángt að hafa skoðanir; að allir menn sem hafa skoðanir hafa rángt fyrir sér; að skoðanir eru rángar; að þær eru speki nátttrölla" (4. útg. 12). Ymsir marxistar voru sammála hinum rökfræðilegu pósitífistum í þýðing- armiklum atriðum, t.d. hvað varðaði „einingu vísindanna“; þeir álitu að día- lektíkin gilti í öllum fræðigreinum þannig að allar fræðigreinar urðu að nátt- úruvísindum. Einhyggjuleg efnishyggja — sem reyndar var ekki opinber kenn- ing sovétmanna — var líka í mörgu mjög hliðstæð pósitífismanum. Bolsévikar fordæmdu ótt og títt hvers konar „frumspekinga", eins og Marx og Engels höfðu gert, en einmitt þetta orð fékk einnig afar neikvæða merkingu hjá Carnap til dæmis. Hugmyndin um einingu vísindanna er líka fyrir hendi í Alþýðubók- inni, en þá kannski frekar vegna tengsla við róttæka einhyggjulega efnishyggju en bolsévisma. í bókinni er einnig í pósitífískum anda hafnað allri dulúðarþvælu og krafist upplýsandi og skorinorðrar málnotkunar. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.