Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 52
Tímarit Má/s og menningar Slík málnotkun var reyndar talin eftirsóknarverð af merkum spekingum á upplýsingartímanum. Borgaralegir umbótafrömuðir þess tíma töldu það vera undirstöðuatriði að breiða út þekkingu meðal almennings. Að þeirra áliti voru vísindin, ef svo má segja, hliðholl byltingunni. Sams konar þankagangur var algengur hjá marxistum og sovétvinum millistríðsáranna.5 Þeir hugsuðu sér að ef fólk fengi upplýsingar, kæmist í skóla og gerði sér grein fyrir hvernig samfélagið væri í raun og veru, þá mundi það umsvifalaust gera byltingu. Þetta má hugsa sér að byggist á því að stétt í sókn, t.d. borgarastéttin á tíma upplýsingarinnar, telur sig vita hið rétta um veröldina, ráða yfir „hlutlægri" þekkingu. Kúgun verður aðeins haldið við með lygum skv. þessu viðhorfi. Á sama hátt álitu marxistar þriðja áratugarins staðreyndirnar vera á sínu bandi og háðu því baráttu gegn dulúðarvaðlinum, sem var að þeirra mati eitt form lyginnar. Sem útúrdúr má geta þess að umræðan um andstæðuna milli skýrs og skreytts máls er forn. Svo snemma sem í Gorgíasi Platóns er heiðarleiki mál- skrúðsmannsins dreginn í efa. En t.d. í deilu Gadamers og Habermas um túlkunarfræði og hugmyndafræðirýni var vandamálið aftur tekið á dagskrá, og Gadamer varði málskrúðið fyrir ákæru um að það hneigðist til þess að vera misnotað í kúgunarskyni: vissulega er einnig hægt að kúga skraut- og loðin- yrðalaust, sagði hann. Þótt Habermas taki hér þessa „upplýsingarlegu" afstöðu, er hann sem sósíalisti ekki einn hinna vísindalegu sósíalista. Habermas varar við tæknidýrkun eins og aðrir höfundar Frankfúrtskólans, en gengur þó ekki eins langt og Marcuse, sem áleit kapítalískan skilning á tækni og vísindum fela í sér að þetta tvennt væri alltaf ætlað til stjórnmálalegra yfirráða. Habermas hugsar sér hins vegar (andstætt Marcuse) að tækni, t.d. tölvutækni, komi að sömu notum í kapítalísku og sósíalísku samfélagi.6 En vísindalegir sósíalistar, menn á borð við Halldór Laxness, létu sér aldrei til hugar koma að vísindalegar upp- götvanir sem slíkar þjónuðu fyrst og fremst valdstéttinni. Halldór áleit skoðanir sínar ekki vera skoðanir, heldur staðreyndir. Anda bókarinnar er einkar vel lýst í formálanum frá 1945: „Ef maður vill fræða einhvern á því hve lángt sé austur á Eyrarbakka, þá er fyrst að leita öruggrar fræðslu um það hjá þeim sem hafa mælt veginn; maður hefur ekki leyfi til að hafa um það neinar skoðanir.“ (4. útg. 12). Svo virðist sem höfundur Alþýðubókarinnar hafi viljað þynna alla siðfræði og stjómmál út í tæknileg verkefni, sem samkvæmt hlutarins eðli sé hægt að leysa. Stjómmálaleg verkefni er hægt að leysa á tæknilegan (réttan) hátt og þau eru ekki \ 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.