Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 80
Tímarit Máls og menningar ekkert skylt við kristna kenningu, að eigin óljósu trúarsannfæringu. Hin friðsæla kristnitaka á alþingi fyrir tæpum 1000 árum — með sétákvæðum sínum um réttindi heiðinna manna — skapaði eflaust þau sérstöku skilyrði sem hafa einkennt íslenska menningu allar götur síðan. Og þar er ugglaust að finna rótina að þeim greinarmun sem landsmenn gera á afstöðu sinni annars vegar til hins kristna boðskapar sem þeir meðtaka eftir sínu höfði, hins vegar til þeirrar kirkju, til þess samfélags sem Kristur stofnaði. Það er eflaust rétt að íslendingar hafi frá fornu fari gert skarpan greinarmun á kirkju og kristni. Og trúlega hefur þetta aldrei átt betur við en nú. En þá er ekki úr vegi að spyrja: hversvegna? Er íslendingum ekki sjálfrátt í þessum efnum? Stjórnast þeir af einhverjum dularöflum sem beina þeim frá kirkjunni? Eða hafa þeir einhverja sýnilega ástæðu til að snúa við henni baki að meira eða minna leyti en halda samt i óljósa kristna trúarsannfæringu? Hugtakið kristni er fyrir löngu orðið svipaður vandræðagripur og hugtakið sósíalismi. Það er ekki aðeins þanið yfir svo mörg og lítt skyld fyrirbæri að það nálgast merkingarleysu, sögulegur skilningur þess rekst líka illilega á hinn fræðilega og nánast ógerningur að bræða þetta tvennt saman svo vel sé; saga kristninnar og stofnana hennar, sem meðal annars er glæpahistoría ekkert síður en saga sósialismans, þvælist fyrir fræðilegri túlkun þeirrar kenningar sem lesa má úr Nýja testamentinu, og öfugt. En það er einmitt þetta sem mér virðist Páll gera. Saga þeirra stofnana sem kennt hafa sig við Krist í gegnum tíðina, svo og kristin kenning og margháttaðar útgáfur af henni á jafn löngum tima, allt rúmast þetta undir einum og sama hatti. Með þessu móti verður íslenska þjóðkirkjan sama kirkja og Kristur stofnaði fyrir tæpum 2000 árum. Páll er langt frá því að vera einn um þessa afstöðu, hún er, að breyttu breytanda, búin að vera ófrávíkjanleg réttlætingarnauðsyn krist- inna manna um aldaraðir, hvar í deild sem þeir hafa staðið. Því ef sagt er: þótt Kristur hafi i eina tíð gifst sinni kirkju, getur ekki verið að hún hafi einhvern- tíma skilið við hann? — þá eru allir gáttir opnaðar fyrir efasemdum og jafnvel endurskoðun sem engin kirkja telur sig hafa efni á. Þessi afstaða finnst mér hugmyndafræði, betur til þess fallin að dylja okkur kjarna málsins en að afhjúpa hann. Hin upphaflega kirkja Krists var ekki aðeins trúfélag heldur líka samfélag í orðsins bókstaflegustu merkingu og starfaði sem slík í beinni og óbeinni andstöðu við ríkjandi skipulag. íslenska þjóðkirkjan er fyrst og fremst presta- stofnun í margvíslegum tengslum við ríki og valdastétt. En, kann einhver að 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.