Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 84
Tímarit Máls og menningar Hann hefur náð því að verða nánast allt í öllu, einsog á tímum galdrafárs og rannsóknarréttar, en líka nánast ekkert í neinu, einsog meðal mótmælenda nú á tímum (sem varla verður þó túlkað á þann veg að þeir hafi náð þroskasdgi ofar eða handan hins illa). Hér verðurekki farið útí þá flóknu sálma sem er uppruni guðshugmynda, því aðeins haldið fram í lítilli andstöðu við ríkjandi skoðanir í þessum efnum, að fyrir hina guðstrúuðu felist gildi sérhverrar guðshugmyndar í þeirri samsvörun sem þeir finna henni hið innra með sér, í sínu eigin sálarlífi. Og þá er að spyrja, án þess að horft sé framhjá því að sérhver guðshugmynd er ævinlega einföldun á flóknara máli: hvernig kemur guðsmynd kristinna manna heim og saman við innviði þess sem við köllum sál eða geð? Ég hallast á sveif með þeirri djúpsálarfræði sem segir — og eru ekki ný tíðindi, ekki heldur meðal kristinna — að enginn einstaklingur sé svo snauður að hann eigi sér ekki bæði kveneðli og karleðli og þar að auki samtengingu þessara gagnstæðna sem og ýmissa annarra, meðal annars þeirra sem kenna má við gott og illt. Sé þetta rétt er sálarlíf manna, svo ólíkt sem það kann annars að vera, bæði ríkara og flóknara en guðshugmynd kristinna, hin heilaga þrenning. Kristnisaga er rík af dæmum um margskonar „villutrú“ sem að meira eða minna leyti átti rætur að rekja til þessa misræmis. Undan því áttu íslendingar greiðasta leið yfirí þjóðtrúna. Ýmsir þættir hennar eru, í þeim myndum sem við þekkjum þá frá síðari öldum, í senn uppbót og afrakstur af takmörkunum kristinnar guðshugmyndar. Nægir í því sambandi að fara nokkrum orðum um drauga og huldufólk. í heiðni voru draugar bæði góðir og illir, allt eftir því hvert skaplyndi þeirra hafði verið í lifanda lífi. Þótt heimildir um forna draugatrú mættu að ósekju vera meiri, má leiða að þvi líkur að draugar hafi verið jafn margbreytilegir og lifendur. Þetta breyttist með kristnum sið. Þá verða draugar nánast hið sama og illir andar. Þegar verst lét mögnuðust í þeim meginbrestir mannskepnunnar og ekkert annað. Þótt draugasögur séu óteljandi og margvíslegar að efni eru afturgöngur og uppvakningar (sem Jón Árnason segir „aðalflokkana") flest á eina bókina lærð: hrottar. Þessi einhliða áhersla draugatrúarinnar á hið illa kveikir eftirfarandi spurn: átti þetta kristna fólk ekki sinn djöful.eða var hann því svo haldlítill að það þurfti að finna hann margfaldaðan í öðrum myndum í „náttúrunni"? Djöfull kristinna manna hafði burði til að vera persónugervingur allrar illsku en sem óvinur handan guðdómsins hafði hann enga burði til að bera hana með mönnum sem áttu og vildu vera ljóssins böm einvörðungu. Milli þeirra og hans 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.