Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 86
Tímarit Máls og menningar og hversu lifandi trúin er. Það er tvennt ólíkt að segjast sannfærður um tilvist huldufólks og lifa í stöðugri trú á það. Því miðurer þjóðtrúin deyjandi. Það marka ég af hinum nýju „þjóðsögum“ sem yfirleitt eru hjáróma, líkt og bergmál af bergmáli þess hljóms sem eitt sinn var hreinn og skær. Það er einsog fólk vilji eða jafnvel rembist við að trúa því sem þó nær engum tökum á því. Hin lífrænu tengsl manns og náttúru, í senn aflgjafi og efniviður þjóðtrúarinnar, eru að mestu rofin. Og eftir stendur þjóðtrú sem er aðeins kitlandi hugarafstaða en ekki skapandi veruleiki. Eg segi „því miður“, ekki af því þjóðtrúin sé eða hafi verið svo mikill þáttur í mínu lífi, enn síður af því ég óski mér og öðrum afturí liðna tíð, heldur vegna þess að „oss finnst þessi trú vera samfara einhverju andlegu fjöri og skáldlegri tilfinningu" svo gripið sé til orða Jóns Sigurðssonar. Þjóðtrúin hefur skilið eftir sig listaverk sem seint verða ofmetin, dýran sjóð. Að svo miklu leyti sem hér verður greint á milli finnst mér auðsætt að íslensk kristni hefur ekki verið líkt því eins frjó. Ef það er rétt að þjóðtrúin hafi að mestu lognast útaf sem lifandi átrúnaður, liggur beint við að spyrja hvort þá hafi ekki við það hlaupið nýtt fjör í kristna trú. Þessu freistast ég til að svara neitandi. Kristni á íslandi er ekkert fjörlegri en hún hefur verið nema síður sé. Spumingu Páls, Eru Islendingar kristnir? mætti eins orða: Er kristni að lognast útaf á Islandi? og svara henni þæði játandi og neitandi. Sem notaleg hugarafstaða sem engan skuldbindur til neins, kannski mannlegrar samábyrgðar síst af öllu, er kristni enn í góðu gengi á íslandi, en sem alvcegi er hún hverfandi. (Alvægi er tilraun til þýðingar á því sem þýsk-ameríski guðfræðingurinn Paul Tillich kallar ultimate concern, það sem skiptir manninn öllu eða cændanlega miklu; smávægi er þá það sem hann kallar preliminary concern, það sem ekki skiptir manninn nema takmörkuðu máli). Hvernig get ég fullyrt þetta þegar landsmönnum er yfirleitt sérdeilis ógjarnt að flíka trúarsannfæringu sinni? Get ég vitað hverju og hvernig þeir trúa? Nei, ekki í smáatriðum. En skapandi menning sérhvers lands held ég sé nokkuð óbrigðull mælikvarði á trúarlíf þeirra sem byggja það. Og það er sama hvar borið er niður á þeim vettvangi hér á landi siðustu árin, guðdómurinn sem alvægi er þar varla finnanlegur; sé um að ræða trúarlega afstöðu sem hægt væri að kenna við kristni er hún smávægileg, tillærð eða svo veik í tilfmningunni að hún nær ekki máli; það vanalegasta er einhverskonar sambland af þessu þrennu. En, kann einhver að spyrja, er þetta til nokkurs vansa? Varla ert þú, guðlaus maður, að hafa áhyggjur af guðleysi annarra? Það er nú það. 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.