Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar klifin en meðan dvalið er niðrá flatneskjunni. Samt langar mann til að efast svolítið um það að sinnaskipti mannsins séu jafn gagnger og sýnast vill á yfirborðinu. Aðuren það er skoðað langar mig aftur til Prag 1961 að rifja upp raunvísindalega tilraun sem ég þá gerði varðandi skáldsöguna. Arin kringum 1960 voru áreiðanlega harðindatíð fyrir skáldsöguna í Tékkó. Það er rétt hjá MK. Ekki bara fyrir nýsköpun hennar heldur líka fyrir dauðu karlana. Tsjapek var með öllu bannaður í opinberum bókasöfnum. Hafði verið borgari. Losnaði úr banni nokkru síðar eftirað lærdómsmaður í Sovétríkjunum sannaði það í doktorsritgerð að Tsjapek hefði barist á móti imperíalisma. Undireins og það fréttist til Prag fór ríkisforlagið að gefa Tsjapek út, en unga fólkið að missa áhugann á honum. Hassék tókst hins- vegar aldrei að setja fullkomiega í bann. Sannanir lágu fyrir um það að hann var um tíma meðlimur í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Hafði meirað- segja verið borgarstjóri þar um tíma á dögum Byltingarinnar Miklu. Þetta voru sögulegar staðreyndir jafnvel þó hitt væri á flestra vitorði að Jaroslav sagði af sér þessu embætti strax og vínkjallarar borgarráðs voru tæmdir. Þó Hassék væri ekki í banni þá hafði Góðidátinn ekki verið gefinn út lengi. En mér tókst að útvega hann á fornbókasölu. Um það bil sem MK var að lesa prófarkirnar að bjartsýnishjalinu um sovétskáldsöguna fór ég einmitt að stauta mig framúr Dátanum á frummálinu. Fimmtán árum áður hafði ég setið á Spáni og reynt að stauta mig framúr sögunni um Herramanninn Kíkóta. Þetta varð til þess að ég fékk þá tilfinningu að Svejk væri að vissu leyti sama bókin. Nokkurskonar Kíkótasaga úr nútímanum sögð raunar frá sjónarmiði Sankós hins snúningalipra þjóns (alias Josef Svejk). Þessu verð ég að troða hér á framfæri vegna þess að RÚV á Islandi hafði ekki peninga til að kaupa af mér dagskrá í tilefni hundrað ára afmælis Jaroslavs Hasséks (1983) þarsem bygt var á þessari tilfinningu. En staða Hasséks var nokkuð tæp um þessar mundir semsé. Það voru þrír dagar uppá vatn og brauð ef sagan um Góðadátann fanst undir koddanum hjá hermanni í búðum tékkneska hersins og hin líberala skáldsögufræði Mílans Kúndera mintist einusinni — og það lauslega — á Hassék (Hegel 12 sinnum, Engels þrisvar, Gorkí 8 sinnum) þó nú sé komið í ljós að MK telur verk hans með því merkasta í heimsbókmenntunum. Líkir Góðadátanum einmitt við Kíkóta Servantesar. En sleppum allri teóríu og snúum okkur að raunvísindatilraun minni varðandi skáldsöguna. Tilraun þessi var gerð á sjálfum Bikarnum, helgasta stað Hasséktrúarbragðanna. Bikarinn er nú varla svipur hjá sjón: túrista- staður, hvítþveginn, myndir Ladas úr sögunni um Góðadátann hanga eins- og auglýsingaplaköt á veggjunum. En bjórinn er afbragð. Um það bil þar- 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.