Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 40
Tímarit Mdls og menningar
og þarna — þarna koma Lias og Súsanna. Hún er í svörtum kjól með
hvítum bryddingum og hann í teinóttum jakkafötum. En hvað Sús-
anna er falleg. Snjóhvítt, þykkt hárið, rauðar kinnarnar - eins og á
ungri stúlku. Og það gljáir á vangana á Lias þar sem hann kemur ný-
þveginn og rakaður.
Þau eru komin í sætin og svo syngja allir.
Det er sá yndigt at folges ad
for to, som gerne vil sammen være,
da er med glæden man dobbelt glad
og halvt om sorgen sá tung at bære,
ja, det er gammen
at rejse sammen,
nár fjederhammen
er kærlighed.
Stóri presturinn gengur frá altarinu og sest á stól meðan hann syngur.
Hann gýtur augunum yfir gleraugun öðru hverju og er voða alvarleg-
ur á svipinn eins og ekkert sé gaman að þessu.
En prestar eru heldur ekki eins og annað fólk. Þeir mega auðvitað
ekki láta fólk sjá sig hlæja og svoleiðis. Nóra hefur að minnsta kosti
aldrei séð prest hlæja og hefur hún þó séð þá marga.
Elspu-Lena syngur með titrandi gamalmennarödd. Sálmabókin
hennar er með gamla letrinu og Nóra getur ekki lesið eitt einasta orð
í henni.
. . . allesammen er ja og amen — er ja og amen . . . Skrýtið að fólk
skuli geta verið já og amen.
En bvað brúðurin er falleg. Nóra hlakkar til þess þegar sá dagur
rennur upp er hún stendur þarna með síða brúðarslæðu. Já, hún er
raunar komin þarna upp og við hlið hennar standa þeir Flóvin og
Nikulás og Jógvan, kennarinn með brúnu augun, brún eins og þang-
ið. Þeir elska hana allir og ríða burtu með hana á hvíta hestinum og
þau verða hamingjusöm það sem eftir er ævinnar.
Brúðhjónin standa fyrir altarinu.
- Sá tilsporger jeg dig Niels Paule Wilmund á Hellu, vil du have
Jacoba Dorthea Danielsen, som hos dig stár, til din ægtehustru?
Brúðguminn svarar hátt: — Já.
158