Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 42
Tímarit Máls og menningar Ó, mikið var gott að hann sagði já. Nóra vonar bara að brúðurin segi líka já. Og hún hvíslar já. Presturinn gefur þau saman. Margar konurnar snýta sér og þegar brúðhjónin snúa sér við sjá allir að brúðurin hefur grátið. Hvað í ósköpunum . . . Nóra botnar hvorki upp né niður í neinu. Sagði hún ekki greinilega já? Getur verið að hún hafi samt séð eftir því? Fullorðna fólkið er skrýtið . . . Allir byrja aftur að syngja og Nóra heyrir hvernig meðhjálparinn reynir að þenja sig sem mest hann má. Um stund er hann langt á undan orgelinu og fólkið veit varla hverj- um það á að fylgja. Sálmasöngurinn riðlast — og hljómar eins og hálfkæft neyðaróp. Nóra situr agndofa og starir framan í meðhjálparann. Hann situr þarna stífur og öskrar — og að lokum hefur hann sitt fram. Storminn lægir og orgelið tekur stökk — og nú hafa allir náð sér aftur á strik. Það er orðið hráslagalegt í kirkjunni og droparnir mynda tauma á rúðunum þegar þeir renna niður á gluggapóstana. Eins og tár. Og svo er þessu lokið. Sigri hrósandi leiðir brúðguminn litlu brúð- ina sína fram kirkjugólfið. Klukkan byrjar aftur að slá og uppi á altarinu berjast ljósin fyrir lífi sínu í næðingnum. Um kvöldið lægir vindinn. Þorpið angar af nýslegnu grasi og þurru heyi. Sólin er ennþá hátt á lofti og skín inn í blátt og hlýtt eldhúsið. Það glampar á látúnsbríkina á eldavélinni. Elspu-Lena dregur fram kíkinn og sest með börnunum fjórum við nyrðri gluggann til að fylgjast með. Og hérna — við eldhúsgluggann — verða Nóra og Ólafur í fyrsta skipti vitni að brúðkaupi. Allir brúðkaupsgestirnir verða nefnilega að fara fram hjá glugganum til að komast upp á Hellu og tíu forvitin augu vega þá alla og meta. Elspu-Lena horfir í kíkinn. Hún stendur á eldhúsgólfinu og starir í þetta undratæki — sem hægt er að galdra heil brúðkaup inn í. Það er ys og þys utan við húsin á Hellu. Hvítklæddir menn bera stóla milli húsa og ókunnugir krakkar í sparifötum þjóta út og inn, fara í klukk — og hafa hátt. 160
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.