Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
Um skuggahverfi borgarinnar keifaði rösklegur maður með reifaða
hendi. Hann þræddi gangstéttir og slóða, sneiddi hjá umferðargötum
og fjölförnum gatnamótum. Leitaði leynistíga og óvissra troðninga
milli garða og skúra yfir lóðir. Þræddi húsasund og stytti sér leið.
Þessi snöfurlegi maður í trosnuðu vinnuúlpunni var greinilega að
flýta sér, en hvert? Það var kominn skrifstofutími og varla gat maður-
inn verið að fara í vinnu með hendi í fatla. Hann greikkaði sporið og
úlpan flagsaðist til og frá, við hvert fótmál sem hann færðist nær stóra
og virðulega húsinu með mörgu skrifbásunum og eldtraustu skjala-
geymslunni.
Þar sat skrifstofuliðið, forustan.
Hann ætlaði að verða fyrstur í afgreiðsluna þennan morgun. Hon-
um varð hugsað um mark sitt og eigingjarnan tilgang — heldur hvað,
hann var þó einn af félögunum sem þessi samtök voru reist á. Ætti
hann máski ekki að fá þjónustu og það í húsinu okkar. Það reis,
skýrðist og hækkaði, húsið samastaður, sameign sem bauð félagslíf
fræðslu um fantatök launaþrældómsins. Hann leiddi það sjónum,
festi á því augun---. Kálfinum sem það eins og leiddi sér við hlið —
nei ó nei öllu heldur sem það óx upp af og gnæfði nú yfir studdist þó
við og hélt sér í en var þó langt yfir hafið.
Það hlutu að vera stór og mikil ráð í þvílíku húsi en eftir var að vita
hvort mikilleiki þeirra ráða hentaði honum.
Þetta er skýr og ótvíræð grein sem ekki verður misskilin, sagði
starfsmaður verkamannasambandsins og horfði á hann ábúðarmiklu
augnaráði. Einn mánuður þýðir nákvæmlega 30 dagar og ekki minna,
það veit ég um. Mér skilst þú hafir aðeins unnið 28 daga hjá þessum
veitanda og átt því ekki kröfu á neinu. Dómurinn var uppkveðinn og
þeir horfðust í augu. Honum varð hugsað til vinnuálagsins þennan
mánuð yfir 200 tímar í það heila. Þessi grein hefur alltaf verið túlkuð
svona, sagði starfsmaðurinn og því getur enginn breytt nema félags-
dómur.
192