Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 65
Islensk sagnalist — erlendur Lerdómur fyrir því hvernig deildirnar tengdust í veruleika og frásögnum að þeir hafi án sérstakrar umhugsunar getað sett saman úr þeim langar og flóknar sögur. Fjallað er um hverja deild í sérstökum kafla. I kaflanum um átök eru rætur þeirra flokkaðar í efnahagslegar og ekki efnahagslegar. I fyrri flokkn- um er einkum um að ræða deilur um land og aðrar eignir, en í þeim síðari deilur um goðorð eða út af móðgunum. Hvað goðorðin áhrærir mætti ætla að skilningur Byocks á efnahagslegu gildi þeirra leiddi til annarrar niður- stöðu, en auðvitað má til sanns vegar færa að deilur um völd og áhrif séu nokkuð annars eðlis en deilur um fjáreign. Hins vegar telur hann erfitt að flokka deilur út af kvennamálum, þar sem þær geta annars vegar tengst eignarsjónarmiðum en hins vegar átt rætur í tilfinningalífinu. Það er svo vitaskuld algengt að deila sem hefst út af eignum leiði til móðgana eða öfugt. Hlutverk milligöngunnar er mesta nýmælið í greiningu Byocks. Þar verður samfélagsleg þýðing deilumálanna ljósust, því að átök knúðu einatt þá, sem minna máttu sín, til að leita hjálpar og milligöngu áhrifamanna. Meginflokk þessarar milligöngu nefnir hann umboð (brokerage), en það felst oftast í því að málsaðili framselur milligöngumanni aðild og hugsan- legan ávinning af máli. Oft er það þannig að þingmaður gerir þann goða, sem hann er í þingi með, að fulltrúa sínum, en hann getur líka þurft að leita til annarra eftir því hvernig mál eru vaxin. Goðar gátu einnig þurft að handsala málum sínum til annarra, en þó oftar að tryggja sér stuðning annarra höfðingja, einkum ef mál fóru til alþingis. Einnig bar það við að menn fóru sjálfir með mál sitt. Til milligöngu telst líka gerðardómur af ýmsu tagi, en einnig eru flokkaðar hér með ýmsar tegundir upplýsinga, sem leiða til athafna deiluaðilja, og eggjun, en þetta tvennt gat oft farið saman. Má nefna sem dæmi þegar griðkona sagði Hrafnkatli goða frá ferðum Ey- vindar Bjarnasonar og eggjaði hann jafnframt, eða þegar Bergþóra sagði sonum sínum frá uppnefnum, sem þeim höfðu verið gefin, og eggjaði þá til hefnda. Það hefur löngum þótt merkilegt einkenni á hinni fornu samfélagsgerð að goðorðin voru ekki landfræðilega afmörkuð og að bændur gátu sagt sig úr þingi hjá einum goða og í þing með öðrum. Þetta tengir Byock við mikil- vægi milligöngu og myndunar bandalaga í deilumálum og bendir m. a. á dæmi úr Guðmundar sögu dýra um það hvernig þingmenn nokkurra goða hafa búið hver innan um annan. Hann telur einnig að ættartölur í sögum séu einkum mikilvægar vegna þess að þar sé oft að leita skýringa á því hvert menn sækja stuðning og hvernig bandalög myndast og riðlast. Fyrir þessu öllu er gerð allskýr grein, en þó virðist mér vanta nokkuð á að nógu glögglega komi fram, hvaða munur var á að fela öðrum fullt umboð til að fara með mál og svo því að mynda bandalag við ótiltekinn fjölda höfðingja 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.