Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 23
I leit að nútíðinni — í uppgjöri við fortíðina íróniska lýsingu á framapoti og smáborgaraskap heima í Þórshöfn, mennta- og listasnobbi ásamt ádeilu á óhefta þróun kapítalismans. En fegurðin er líka til í hversdagsleikanum og upplifun hennar er mögnuð með skírskotun- um til skáldskapar heimsins. I smásagnasafni Gunnars Hoydal, Av longum leiðum (1982), er aðalþemað, Færeyjar og umheimurinn, undirstrikað með kápumynd eftir höfundinn sem sýnir suðræna borg með auðþekkt færeyskt landslag í baksýn. I fyrstu sögunni eru smástrákar tveir, bræður, sendir nauðugir í sumarfrí til danskrar ömmu sinnar í Kaupmannahöfn, og í hinum sögum bókarinnar eru aðalpersónurnar ýmist staddar í fjarlægu landi, við nám í Danmörku eða á ferðalagi víða um heim, þangað til hringurinn lokast í síðustu sögunni þar sem aðalpersónan situr heima í Þórshöfn, orðinn bæjararkitekt. I öllum þessum sögum veltir höfundurinn fyrir sér spurningunni: Hver er ég og hvar stend ég? I fyrstu sögunni glíma strákarnir við þjóðernisvitund sína, og óánægju þeirra með hálfdanskan uppruna sinn er lýst af mikilli kímni. Astæðan fyrir óánægjunni er sú að danska móðernið ógnar stöðu þeirra meðal jafnaldranna. Viðbrögð barnanna spegla þannig andstæður í heimi hinna fullorðnu, andstæður sem börnin hafa takmarkaðan skilning á en setja svip á innbyrðis samskipti þeirra. I gamansömum tón er lýst hvernig strákarnir tveir reyna að brynja sig gegn framandi áhrifum, fyrst með því að kyrja ættjarðarlög í kojunum sínum í sjóferðinni og síðan með því að ákveða að allt sem amma sýnir þeim í dönsku höfuðborginni sé ómerkilegt. En að lokum verða þeir að beygja sig fyrir hjartahlýju ömmu sinnar og þeirri staðreynd að útlandið hafi upp á ýmislegt að bjóða. I sögunni „Landsmaður í Berlin" er afstaðan til eigin þjóðernis einnig til umfjöllunar en hér er sýnt hvernig sú brenglaða þjóðernisvitund, sem á sér rætur í minnimáttarkenndinni, brýst út hjá smáþjóðarmanninum sem stadd- ur er í útlöndum í sjúklegu ofmati hans á eigin uppruna samfara lítilsvirð- ingu á öðrum þjóðum. Þeir Gunnar og Hanus, sem báðir eru langskólagengnir, fjalla í sögum sínum oft um ungmenni sem eru að taka út þroska í erlendri stórborg, erfið- leikana og sársaukann sem fylgja leitinni að sjálfum sér og tilrauninni til að samlagast stórborgaralífinu. Möguleikar sögupersónanna á að ná þroska og ráða við nýja umhverfið eru mótaðir og takmarkaðir af umhverfinu sem þær hafa yfirgefið en uppruna sinn bera persónurnar með sér. Hömlur, sektartil- finning og vanmáttarkennd einkenna þetta fólk. Eitt höfuðinntak sagnanna er sú spurning hvernig uppgjörið við þennan uppruna heppnast. Haustið 1982 gerðist sá einstæði atburður að út kom færeysk skáldsaga eftir konu. Þá birti Oddvor Johansen (f. 1941) frumsmíði sína, Lívsins summar; 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.