Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
hneppt í endanlega formúlu. Mætti ég
minna á að ölduna skapa margir dropar,
misjafnir að lit og lögun, en allir eru þeir
af vatni gjörðir.
Fríða Sigurðardóttir
FELULEIKUR
Rithöfundar sem skrifa fyrir börn og
unglinga hafa sérstöðu. Hún felst í því
að lesandi þeirra er miklu óreyndari á
sviði tilfinninga og félagsmótun hans
styttra á veg komin en hjá fullorðnum
lesendum. Lestur bókar getur því haft
fjölbreytilegri áhrif á börn en fullorðna
lesendur, þar sem líkur eru á að þau lesi
með opnari huga en þeir sem þegar hafa
tekið afstöðu til ýmissa mála mannlífs-
ins. Bækur geta orðið mjög virkt afl í
félagsmótun og tilfinningauppeldi barna
sem njóta þeirra forréttinda að vaxa upp
með bókum.
Samt getur verið ótrúlega leiðinlegt að
lesa barna- og unglingasögur höfunda
sem telja sig hafa fundið út hvernig
heppilegast sé að lifa lífinu og reyna
síðan að þröngva lífsskoðun sinni inn á
lítt mótaða lesendur. Andrés Indriðason
lítilsvirðir ekki unga lesendur sína með
því að reyna að senda þeim uppskrift að
lífinu í sögunni um Elías Pór Árnason.
Par glímir Andrés við unglingsár Elíasar
og tekst að mörgu leyti vel. Sagan er
sögð í tveimur bókum sem Mál og
menning hefur gefið út: Fyrri bókin,
Viltu byrja með méri kom út 1982. I
þeirri bók er Elías að byrja í 7. bekk. Sú
seinni, Fjórtán . . . bráðum fimmtán,
kom út núna fyrir jólin. Hún gerist sum-
arið eftir áttunda bekk.
Elías er hrifinn af Hildi í fyrri bókinni
og Evu í þeirri seinni. Bækurnar eiga
það sameiginlegt að spennan byggist á
því hvort stelpurnar svari í sömu mynt.
Fyrri bókin endar á því að Elías missir
Hildi, en endirinn er þó bjartsýnn því
stelpa kemur í stelpu stað. I seinni bók-
inni er ekki bundinn endi á samband
Evu og Elíasar.
Elías
Andrés Indriðason sagði í viðtali í
barnatíma útvarpsins í vetur að hann
hefði lagt mesta rækt við Elías af öllum
sínum persónum. Þetta er vel trúlegt því
Elías er að mörgu leyti vel gerð persóna
og góðar viðtökur lesenda, unglinga og
stálpaðra krakka, sýna að Andrés svarar
þörf þeirra að einhverju leyti. Ef Andrés
hefur ætlað sér að skrifa sögu sem getur
glatt lesandann þá hefur honum tekist
það. Það markmið er líka gott og gilt en
ekki eitt og sér líklegt til að hjálpa les-
andanum út úr vandræðagangi unglings-
áranna eða hleypa honum áfram í
þroska.
Það er styrkur sögunnar að höfundur
velur að nálgast Elías sem tilfinninga-
veru. Oryggisleysi Elíasar er sú hlið
hans sem höfundi tekst best að lýsa.
Elías er engin hetja og vandræðaskapur
hans verður meinfyndinn á köflum. Má
þar nefna atriði eins og þegar hann fer
með málningarfötu til þess að mála yfir
stærsta vegginn í strætisvagnaskýlinu
þar sem hafði verið skrifað með breiðu
tússi:
Elías elskar Hildi. Það er alveg satt.
Sönn ást! (I, bls. 110)
Einnig lýsinguna á því þegar Elías ætlar
að hitta Evu í bíó en er svo seinheppinn
að það á að steypa um kvöldið og hann
þarf að vinna. Ekki þorir hann að til-
kynna vinnufélögum sínum að hann eigi
stefnumót við stelpu svo hann gerir sér