Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar hneppt í endanlega formúlu. Mætti ég minna á að ölduna skapa margir dropar, misjafnir að lit og lögun, en allir eru þeir af vatni gjörðir. Fríða Sigurðardóttir FELULEIKUR Rithöfundar sem skrifa fyrir börn og unglinga hafa sérstöðu. Hún felst í því að lesandi þeirra er miklu óreyndari á sviði tilfinninga og félagsmótun hans styttra á veg komin en hjá fullorðnum lesendum. Lestur bókar getur því haft fjölbreytilegri áhrif á börn en fullorðna lesendur, þar sem líkur eru á að þau lesi með opnari huga en þeir sem þegar hafa tekið afstöðu til ýmissa mála mannlífs- ins. Bækur geta orðið mjög virkt afl í félagsmótun og tilfinningauppeldi barna sem njóta þeirra forréttinda að vaxa upp með bókum. Samt getur verið ótrúlega leiðinlegt að lesa barna- og unglingasögur höfunda sem telja sig hafa fundið út hvernig heppilegast sé að lifa lífinu og reyna síðan að þröngva lífsskoðun sinni inn á lítt mótaða lesendur. Andrés Indriðason lítilsvirðir ekki unga lesendur sína með því að reyna að senda þeim uppskrift að lífinu í sögunni um Elías Pór Árnason. Par glímir Andrés við unglingsár Elíasar og tekst að mörgu leyti vel. Sagan er sögð í tveimur bókum sem Mál og menning hefur gefið út: Fyrri bókin, Viltu byrja með méri kom út 1982. I þeirri bók er Elías að byrja í 7. bekk. Sú seinni, Fjórtán . . . bráðum fimmtán, kom út núna fyrir jólin. Hún gerist sum- arið eftir áttunda bekk. Elías er hrifinn af Hildi í fyrri bókinni og Evu í þeirri seinni. Bækurnar eiga það sameiginlegt að spennan byggist á því hvort stelpurnar svari í sömu mynt. Fyrri bókin endar á því að Elías missir Hildi, en endirinn er þó bjartsýnn því stelpa kemur í stelpu stað. I seinni bók- inni er ekki bundinn endi á samband Evu og Elíasar. Elías Andrés Indriðason sagði í viðtali í barnatíma útvarpsins í vetur að hann hefði lagt mesta rækt við Elías af öllum sínum persónum. Þetta er vel trúlegt því Elías er að mörgu leyti vel gerð persóna og góðar viðtökur lesenda, unglinga og stálpaðra krakka, sýna að Andrés svarar þörf þeirra að einhverju leyti. Ef Andrés hefur ætlað sér að skrifa sögu sem getur glatt lesandann þá hefur honum tekist það. Það markmið er líka gott og gilt en ekki eitt og sér líklegt til að hjálpa les- andanum út úr vandræðagangi unglings- áranna eða hleypa honum áfram í þroska. Það er styrkur sögunnar að höfundur velur að nálgast Elías sem tilfinninga- veru. Oryggisleysi Elíasar er sú hlið hans sem höfundi tekst best að lýsa. Elías er engin hetja og vandræðaskapur hans verður meinfyndinn á köflum. Má þar nefna atriði eins og þegar hann fer með málningarfötu til þess að mála yfir stærsta vegginn í strætisvagnaskýlinu þar sem hafði verið skrifað með breiðu tússi: Elías elskar Hildi. Það er alveg satt. Sönn ást! (I, bls. 110) Einnig lýsinguna á því þegar Elías ætlar að hitta Evu í bíó en er svo seinheppinn að það á að steypa um kvöldið og hann þarf að vinna. Ekki þorir hann að til- kynna vinnufélögum sínum að hann eigi stefnumót við stelpu svo hann gerir sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.