Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 73
Hundsbit
þung í skauti og ekki verið möguleg nema vegna þess að konan fékk
heimavinnu. Þau höfðu unnið eins og hestar enda mátti ekki útaf
bera. Nú þurfti þessi skrambi að koma fyrir, einmitt þegar þau voru
rétt að ná markinu. Hér heima og meiða sig á öskutunnu var alveg
óþolandi. Gæti ekki sagt nokkrum manni frá því. Mundi ábyggilega
missa heila viku úr — og húsaleigan sem nú var komin uppí tveggja
vikna kaup þó öll yfirvinna sem hægt væri að ná í væri reiknuð með.
Hann hímdi hnípinn við öskutunnu kjallarans og undir hnykluðum
brúnum hans störfuðu fylkingar ásakana og brostinna drauma. Hvað
gat hann eiginlega gert, hvernig leystist vandi, af sjálfu sér kannski —.
Nei það var fráleitt, húseigandinn vildi fá seðla, ekki frómar óskir
orð eða hugsanir. Verkamaður eða veikur maður. Veikurmaður er
það verkamaður. Hvernig er veikur maður öðru vísi en verkamaður.
Var hann eitthvað að ruglast — og þó, á þessu tvennu var geysimikill
munur. Verkamaður mundi geta kvittað með hægri hendinni fyrir
umslaginu sínu og einnig talið upp úr því. En veikur maður, hvað gat
hann eiginlega verið, lítið meira en sjúklingur. Hann, veikur maður,
skráður fyrir þrem börnum, hafði sagt sig úr þjóðkirkjunni og var í
stéttarfélagi. Gæti hann fengið kaup fyrir að vera veikur. Hann
roðnaði og blygðaðist sín, fengi víst aldrei kaup beinlínis fyrir að
vera veikur. Þó var hann veikur og þurfti sárlega á greiðslu að halda.
Hann kæmist víst ekki hjá að bera sig upp, gefa sig fram við skriffinn-
ana í samtökunum. Þeir mundu spyrja hann hvernig verður verka-
maður ekki verkamaður, heldur veikur maður. Hvað gæti hann sagt.
Hverju ætti hann að svara. Hundur hefði bitið hann, var það svo
slæmt. Ekki verra en öskutunna og einhverja skýringu hlaut hann að
gefa. Hann rétti úr kútnum, dróst frá tunnunni að kjallaratröppun-
um, reisti sig upp og horfði í veðrið. Hvers gæti hann vænst? Niðrí
kjallaratröppunum hríslaðist til og frá hornanna á milli útþvælt og
rifið vélritað blað. Hann leit á það og sjá — 24. gr. í slysa og
veikindaforföllum. Fyrir hvern unninn mánuð 150 klst. skal verka-
maður fá einn dag í veikinda- og slysatilfellum, saman berþó ákvæði.
Hann gat ekki lesið meir og langaði ekki til þess.
Þeir mundu vita þetta skriffinnarnir og ráða fram úr þó snúið væri.
Slíkt var einmitt þeirra verk. Væru þeir ekki kanski frægastir fyrir
túlkun samninga. Hugsandi og vonbetri en uppréttur gekk hann í
kjallaragrenið.
191