Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 49
Þegar Aleixandre fékk Nóbelsverdlaunin
glæsilegasti skáldahópur sem birtist í ljóðmenntum Vestur Evrópu á öld-
inni, — og höfðu það fram yfir frönsku súrrealistana sem stundum eru
nefndir í sömu andrá að þeir létu engan klíkuanda né kreddur binda sig eins
og hinir gerðu framan af þar til sá hópur splundraðist í ýmsar áttir.
Þessi spönsku skáld komu með nýjan frjálsan tón inn í skáldskapinn og
tendruðu fjör og röskuðu stöðnuðum hefðum á fornum glæstum grunni,
hver efldi annan og reyndist öðrum skáldbróðir; og tóku líka Pablo Neruda
frá Chile inn í þetta spánska bræðralag.
Ahrif frá Frakklandi voru drjúg á skáldlist þessara manna, einkum frá
súrrealistunum sem ruddu sér braut í endurskoðunarvímu eftir eyðandi
elda fyrri heimstyrjaldar. Þeir spyrntu gegn gamla symbólismanum sem al-
ráðan mátti kalla áður, um sinns sakir; og tengdu hreina ljóðlist sem svo var
kölluð, la poesie pure, súrrealískum aðferðum og uppgötvunum sem hnigu
að því að nýta sem mest mátti verða dulmætti sem bjó í undirdjúpum
mannshugarins, virkja undirvitundina.
Fyrirmynd spánska hópsins á heimaslóðum var einkum skáld hins ljúfa
þunglyndis, hins hljómblíða angurs, Juan Ramon Jimenez sem reyndar
hlaut sjálfur nóbelsverðlaun, — og svo Antonio Machado með sinn klassíska
tærleik. Og þá bar hæst hinna eldri manna í ljóðlistinni, í bylgjunni á undan
þessum ungu: kynslóðin frá 1898. Og verður þá líka að nefna Unamuno
með. Jimenez var kallaður næturgalinn meðal dökkra sorgartrjánna, og þá
er átt við uppmjó kýprustrén sem standa í kirkjugörðum með harmbragði
handan við tíma og strit mannanna á jörðinni: dagar mannsins eru sem gras-
ið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann
horfinn, segir í gamla testamentinu . . .
Um 1930 bar þessi skáldskapur hinn nýborni blóm um allan Spán; sjálf-
hverfur með súrrealískum draumblæ. Síðar beindist hugur flestra þessara
skálda að þjóðfélagsvanda ýmsum, og þá ekki sízt fyrir áhrif frá fóstbróð-
urnum sem kom úr nýja heiminum um höfin, Neruda.
Við hlaupum hér yfir sögu þá sem fór svo sorglega þegar fasistar sigruðu
skáldskapinn og manndáð og mannúð, og öll skáldin flúðu land sem gátu.
Machado dó Frakklandsmegin í Pýrennafjöllunum á flótta mæddur af elli
og mótlæti heimsins, flest sóttu hin skáldin til Mexíkó eða Suður Ameríku;
meðan Lorca var myrtur eins og allir vita af flugumönnum Franco; Micuel
Hernandez geitasmalasonurinn sem hafði verið fóstraður af Machado, fóst-
bróðir Lorca og Aleixandre og Neruda leitaði þá hælis í sendiráði Chile
þegar Madrid féll; þótti glæstasta skáldefni Spánar. Nýr Lope de Vega segir
Neruda um hann. Sendiherra Chile neitaði honum um griðastað í sendiráð-
inu, og hrinti honum í fang fólskunnar; og hann dó eftir langvinnar raunir í
fangelsum fasistanna. Kona hans ól honum barn eftir að hann var fallinn í
167