Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 58
Tímarit Máls og menningar á vegna meginatburðarásar. Þetta þýðir þó alls ekki að fornsögur séu samhengislausar, og síst af öllu Islendingasögur, en fremur að atburðarásin hafi ekki einn miðpunkt heldur sé líkari neti eða keðju hringa sem skarast þótt þeir séu ekki sammiðja. Sem dæmi mætti taka þátt af Víga-Hrappi í Njálu. Hrappur gegnir mikilvægu hlutverki í atburðarásinni, en aðdragandi að því að hann kemur inn í söguna er rakinn miklu rækilegar en þörf er á vegna meginsögunnar. Enn skýrari dæmi um efni, sem bæði Aristóteles og nútímahöfundar munu telja til útúrdúra, eru þættir um kristnitöku og Brjánsbardaga í sömu sögu.6 Hliðstæð dæmi mætti finna í flestum Islend- ingasögum, svo að ekki sé minnst á konungasögur og samtímasögur. Carol Clover bendir nú á að þess háttar útúrdúrar hafi hreint ekki verið galli eða skáldaleyfi að mati miðaldamanna heldur æskileg söguprýði, hvort heldur var um að ræða að rjúfa samfellda atburðarás sögu og fella inn efni úr öðrum hlutum hennar eða að taka inn efni sem ekki heyrði til hinnar eigin- legu sögu. Hún vekur einnig athygli á því að tvískipt atburðarás, þar sem frásögn greinist í tvo tiltölulega sjálfstæða þætti (og stundum hvor um sig aftur í tvennt), er harla algengt fyrirbæri í miðaldabókmenntum. Dæmi um þetta eru Bjólfskviða, Niflungakviða, sem vitaskuld má líta á sem fulltrúa fyrir gamlar germanskar frásagnarhefðir, en einnig Rólandskviða, Vil- hjálmskviða (Guillaume), prósasagan af Lancelot ofl. Það er sérstaklega at- hyglisvert að bæði í Islendingasögunum Njálu og Eglu og í Bjólfskviðu og frönsku verkunum er hin tvískipta bygging engin tilviljun heldur eru í hvor- um þætti hliðstæður og andstæður sem gefa frásögninni í heild dýpri merk- ingu heldur en ef hvor hluti um sig væri sjálfstæður. Þegar kemur að niðurlagi íslenskra fornsagna er það opið engu síður en upphafið: greint er frá síðari örlögum ýmissa persóna og ættir einatt raktar í átt til samtíma söguritara. Þegar jafnframt er haft í huga að mikið af persónum kemur fyrir í fleiri sögum en einni og að oft er vikið að efni annarra sagna, má sjá að útlínur íslenskrar sögu eru óljósar. Það sama á við mikinn hluta miðaldafrásagna. Höfundur bendir á að sögurnar líkist eink- um þeirri grein frásagna sem Aristóteles gerði lítið úr og taldi andstæðu söguljóða: hinni sögulegu frásögn, historia. I næstu tveimur köflum MS er fjallað um þær aðferðir sem sagnaritarar beita við samþættingu (stranding) atburðarása og hvernig þeir leysa þann vanda að segja frá atburðum sem gerast samtímis á tveimur eða fleiri stöðum (simultaneity). Þegar höfundur reynir að segja margar sögur í einu verki væri að mörgu leyti auðveldast, bæði fyrir hann sjálfan og lesendur eða áheyrendur, að rekja hverja atburðarás fyrir sig og raða þeim hverri á eftir annarri, jafnvel þótt þær gerist að einhverju eða verulegu leyti samtímis. En bæði íslenskir sagnamenn og erlendir samtímamenn þeirra forðast þessa að- 176
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.