Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 101
kvæmt reglum þessa kerfis, hversu mjög
sem þeir þykjast fyrirlíta það. Kári,
Halldór og Pétur eru aðeins tvær hliðar
sama fyrirbæris sem lúta sömu reglum.
Og allir lýsa þeir stöðnun. Halldór hef-
ur ekkert lengur fram að færa nema
óstöðvandi blaður. Langar þulur hans
um menningar- og þjóðmál þekki ég
eins og fingurna á mér. Eg hef hlustað á
þær um langa tíð, meira að segja stund-
um þulið með. Og einmitt þess vegna fer
gaspur hans og blaður svo í taugarnar á
manni. Höfundur notar frasa og klisjur
beint úr þjóðmála- og menningarum-
ræðunni til að herða lýsinguna á and-
legri stöðnun. Og ansi er ég hrædd um
að á mann slái þögn ef sú freisting sækir
að að tjá sig á þennan hátt héðan í frá.
Samt er blaður Halldórs vel sett fram,
oft á tíðum fyndið, líkingar góðar og
einstaka setningar frábærar, en heildin
verður þvæla, merkingarlaus klisja.
Halldór hefur þess vegna ekkert
lengur að gefa Marteini, þvert á móti.
Hann greiðir honum hvert höggið á fæt-
ur öðru með tillitslausu gaspri sínu. Svo
fer þó að lokum að jafnvel hann verður
hræddur við þögn Marteins. „Segðu eitt-
hvað mannfýla!" hrópar hann (180). En
Marteinn segir ekkert. „Það er ekki
endalaust hægt að nærast á því sem aðrir
segja!" heldur Halldór áfram af sinni
takmarkalausu illkvittni; kannski einnig
ótta. Kannski er hér eitthvað raunveru-
legt? Eitthvað sem ekki verður læknað á
rólinu milli Lækjarbrekku, Ránar,
Óðals og Þjóðleikhúskjallarans sem eru
honum og flestum úr klíkunni jafngóð
heimili og þeirra eigin, jafnvel betri. En
Marteinn þegir. Hann heldur leit sinni
áfram. Leitar fjær, til Kára, en þar er líka
auðn og tóm. Fjölskylda hans er týnd.
Marteinn, lífsakkeri klíkunnar, óska-
barn hennar og eftirlæti, hefur lagt öll
Umsagnir um bœkur
sín egg í eina körfu, en þegar til kom
reyndist karfan botnlaus. Hvers vegna?
Guð er löngu dauður, allar hugsjónir
fyrir bí, lífskippirnir frá miðjum 7. ára-
tugnum og fram á þann 8. reyndust
aðeins dauðateygjur. Því fór það svo?
Halldór skellir skuldinni á umhverfið,
þetta „fullkomna, pottþétta víti meðal-
mennskunnar! Hér verða allir að and-
legum krypplíngum." (74 — 75). I þessu
millistéttarvíti þar sem allir þykjast
hnífjafnir þrífst engin menning, „Hér
þrífast ekki einusinni skáld lengur, bara
rithöfundar, þessar litlu lúsiðnu pöddur
sem eru að gánga af öllum skáldskap
dauðum“ (45), (sem minnir óneitanlega
á skoðanir ýmissa þeirra er um menning-
armál fjalla). En sú andlega stöðnun og
tilfinningalega gelding sem bókin lýsir
er ekki einskorðuð við Reykjavík. Sá
doði hefur fyllt fleiri vonleysi en litlar
klíkur á hjara veraldar. „Við vorum
skammsýn, höfðum lítið úthald, héldum
að hlutirnir myndu breytast af sjálfum
sér, lifðum í þægilegum, skemmtilegum,
öruggum vasa á hinni miklu vinnuflík
sögunnar," segir Ingunn (186—187). Þau
héldu að allt tækist baráttulaust, þegar
svo varð ekki gáfust þau upp og lokuðu
að sér. Því það er erfitt að breyta heimin-
um, hann er ekki bara „sprenghlægi-
legur draumur í litum á breiðtjaldi", því
gleymdu þau. Þau gleymdu því sem var
fyrir utan dyr draumsins, kúguninni, of-
beldinu, fátæktinni, hungrinu og dauð-
anum. Þau voru ekki reiðubúin til að
leggja það af mörkum sem til þurfti, þau
felldu sig inn í kerfið með fyrirlitningar-
glotti og lokuðu að sér. Þar um liggur
leiðin til glötunar. Karlmenn bókarinnar
að Marteini undanskildum eru sem
hljómandi málmur og hvellandi bjalla,
þeir kunna hvorki að gefa né þiggja, þeir
kunna aðeins að berja vilja sinn í gegn. A
219