Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
stendur í skýrslunni í framhaldi af töflu
3.4 á bls. 46 er eftirfarandi:
Þrátt fyrir að fjögur þeirra fimm
sveitarfélaga, sem hér eru borin sam-
an, séu á höfuðborgarsvæðinu, eru
þau ekki öll fullkomlega sambærileg
hvað félagslega samsetningu varðar.
Næst er að ætla að Kópavogur og
Reykjavík séu sambærilegust. Nes-
kaupstaður hefur sérstöðu, sem
dæmigert framleiðslusamfélag við
sjávarsíðuna og enn eimir eftir af
dráttum slíks samfélags í Hafnar-
firði, í öflugu sjálfstæðu atvinnulífi
sem nær eingöngu bæjarbúar vinna
við. Þannig er Hafnarfjörður beggja
blands, annars vegar „svefnhverfi"
sameiginlegs vinnumarkaðar höfuð-
borgarsvæðisins og hinsvegar sjálf-
stætt framleiðslusamfélag. Loks hef-
ur Garðabær sérstöðu með mun
hærra hlutfall efri stétta en önnur
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,
en kannanir hafa leitt í ljós að at-
vinnuþátttaka giftra kvenna úr þeim
hópum er hlutfallslega lægri en í
öðrum.
Ef þetta er haft í huga, má ætla að
aukning hlutfalls kvenna sem virkar
eru í atvinnulífinu á þessu fimm ára
tímabili, frá 1976 til 1980 sé um 10%
og sú aukning hafi leitt til um 12 til
15% lægri hlutfallstölu „bara“ hús-
mæðra af heild giftra kvenna.
Eins og öllum hlýtur að vera ljóst, er í
tilvitnuninni hér að ofan skýrt tekið
fram að Neskaupstaður sé alls ekki sam-
bisrilegur við Reykjavík að félagslegri
samsetningu og þar eru færð rök að því,
að samanburð megi helst gera milli
Kópavogs og Reykjavíkur. En það hent-
ar ekki Auði Styrkársdóttur að lesa það
sem í skýrslunni segir. Hún ákveður
eitthvað sem hún „vill“ að standi þar,
notar það síðan sem dæmi til að „sýna
fram á að skýrslunni sé í mörgu ábóta-
vant“. Eg hlýt að þakka fyrir að Auður
treysti sér ekki „til að taka fleiri dæmi,
því það hefði orðið of langt mál“.
7. „Tvtsr helstu athugasemdirnar við
skýrsluna. “
I síðari hluta greinar sinnar segir Auð-
ur að athugasemdir hennar beinist að
tveim þáttum. (bls. 467) Sá fyrri er, að
ekki sé gerð nein tilraun „til þess að bera
saman þær tölfræðilegu niðurstöður sem
úr könnuninni fengust við önnur töl-
fræðileg gögn í landinu — utan einu
sinni. Það er því allsendis óvíst að gögn-
in séu marktæk um eitt eða neitt.“ (bls.
467)
„Gjafir eru yður gefnar." Hverju á að
svara slíku? Hvers á undirritaður að
gjalda? Hefur hann orðið uppvís að því
að „falsa“ rannsóknarniðurstöður? /
fyrsta lagi er að sjálfsögðu í þessari
skýrslu fylgt þeirri aðferðafræðilegu
hefð að gera grein fyrir úrtaki könnunar-
innar og heimtum og bera þær upplýs-
ingar saman við tölulegar upplýsingar
um heildarhópinn (íbúa Reykjavíkur 20
til 60 ára árið 1980). Jafnframt því er
gerð sérstök greining á brottfallshópn-
um. Ætti þessi umfjöllun öll að sýna, að
svarendur eru væntanlega „dæmigerðir"
fulltrúar heildarhópsins, og þeir voru
það margir, að niðurstöður af svörum
þeirra eru fullmarktækar fyrir þann hóp.
Nema Auður vilji halda því fram, að það
sem í skýrslunni standi um þessi atriði sé
ekki sannleikanum samkvæmt?
I öðru lagi hefur verið sýnt fram á hér
að framan (liður 3), að nær ekkert er til
af sambærilegum tölfræðilegum gögnum
í landinu (ef undan eru skildar upplýs-
230