Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar lyktum (1982). Fyrri bókinni er skipt í þrjá hluta og fjallar hver hluti um eitt tímabil ævinnar: barnæskuna, unglingsárin og fullorðinsárin og skapar það ákveðið samhengi milli sagnanna þó að þær séu að öðru leyti sjálfstæðar. Sögusviðið í báðum bernskusögunum er lítið þorp og að því leyti eru sög- urnar dæmigerðar fyrir Færeyinga sem flestir hafa slitið barnsskónum í litl- um sjávarþorpum. Reynslan, sem þessar tvær sögur lýsa, er þó gerólík. Sú fyrri, „Hellan“, segir frá dreng um fjögurra ára aldur og lýsir því hvernig óbeislað hugmyndaflug gerir barninu allar leiðir færar og slítur öll höft. Hér eru þröng nytsemishyggjan og hversdagsleikinn, sem ráða för í þorpslífinu, aðeins til sem óljóst baksvið við veruleika hugarflugsins. I hinni bernskusögunni, „Undir tínum veingjabreiði", er aðalpersónan eldri — u. þ. b. ellefu ára gamall drengur. Brugðið er upp skýrri mynd af þorpi á fallegum stað með litskærum húsum þar sem lífinu virðist lifað í einfaldleik og jafnvægi, að minnsta kosti utan frá séð. En nístandi andstæða þessarar ytri myndar er í innra lífi drengsins Kaistens. Þó að líf hans sé slétt og fellt á ytra borðinu þá er veruleiki hans þrunginn ótta og einmanaleik sem hann skilur hvorki né ræður við. En á markvissan hátt fléttar frásagan saman sjúkan hug drengsins og mótandi þætti í hinu friðsama og „eðlilega“ þorpslífi. Þorpsmenningin einkennist af ströngum og óhagganlegum reglum um hegðun og veitir einstaklingnum takmarkað svigrúm. Hin orðuðu og — oftar — þöglu boð og bönn taka í hug drengsins á sig mynd óskiljanlegra ógnana sem sjúga úr honum allan þrótt og lífsgleði. A þrem sviðum er því lýst hvernig ofurafl umhverfisins steðjar að drengn- um: innan fjölskyldunnar, í trúarbrögðunum og varðandi kynlífið. Hin hlýja fjölskylda sem vefur Kaisten örmum heldur honum einnig í járngreip með harðri kröfu sinni um að hann „standi sig“, að hann verði ekki ættleri. Þessu er lýst með þeim beyg sem setur að Kaisten í hvert skipti sem sagt er að honum svipi til mikilmennisins afa síns og nafna. Hann skilur illa tals- mátann en skynjar í honum óumflýjanlegar kröfur. Hræðslan sem trúar- brögðin vekja tengist líka óvissunni en iðkun trúarbragða setur sterkan svip á þorpslífið, bæði í þjóðkirkju og sértrúarsöfnuðum. Hræðsla drengsins við guð birtist sem alvarleg taugaveiklun en guðhræðslan verður jafnvel hræðsl- unni við djöfulinn yfirsterkari vegna óvissunnar um hverjar kröfur guðs eiginlega séu og vegna hins óskiljanlega syndarhugtaks sem vofir yfir öllu. Ekki síst verður Kaisten fyrir barðinu á þeirri brengluðu afstöðu til sam- skipta kynjanna sem ríkir í þorpinu: það brýtur í bága við óskráð lög þegar strákur á hans aldri leikur sér við stelpu, og þótt hann skilji ekki dylgjur þorpsbúa auka þær á óöryggi hans og sektarkennd. — Þetta er sár saga sem flettir ofan af hinni fegruðu mynd af þorpslífinu og sýnir hvernig kúgunin og þröngsýnin sem þar dafna geta bugað viðkvæman einstakling. 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.