Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 48
Thor Vilhjálmsson
Þegar Aleixandre fékk
Nóbelsverðlaunin
Vincente Aleixandre, aldrað skáld, bjó í kyrrlátri elli í tígulsteinshúsi,
girtu trjám sem hann hafði sjálfur gróðursett, í úthverfi Madridborgar, —
fjarri heimsins margrædda harki og glaumi; kastljós hnattleikhússins rufu
langæja einangrun hans þegar honum voru óvænt veitt bókmenntaverðlaun
Nóbels. Þannig var þessi langleiti öldungur hrifinn burt af friðarstóli eftir
ævilanga baráttu við sjúkleika og margþætt mannlegt mótlæti sem hann
hafði þó aldrei látið buga sig né beygja, heldur strítt heill og hreinn og
hugumstór með vopnum listar sinnar og brynhlífum til sigurs.
Þá var hann hylltur í heimsathyglinni sem skáld með hreinan skjöld, þótt
hann yrði að sitja áratugi undir ægishjálmi þeirra sem af sjálfu leiðir að hati
list og ljóð — fasista.
Og þá voru sögur af því að skáldið hefði ekki orðið minna undrandi en
aðrir við fréttirnar af nóbelsverðlaununum þegar þau duttu niður úr skýjum
í höfuga blómskrúðuga friðhelgi í aldingarði skáldsins á ævikvöldi.
Vincente Aleixandre er af svonefndri kynslóbinni frá ’27. Um þær mundir
flæddi einmitt máttug skáldskaparbylgja um Spán allan. Ný kynslóð með
nýja reynslu, ný erindi kom fram á árunum milli 1920 og ’30, og voru hvert
öðru merkara og hvert með sínum hætti.
Við Islendingar könnumst við helztan þeirra, þann sem hefði eflaust átt
nóbelsverðlaunin ef hann hefði lifað en ekki verið myrtur af fasistum nærri
fæðingarborg sinni Granada við upphaf borgarastyrjaldarinnar: Garcia
Lorca, og þau kynni þökkum við þýðingum Magnúsar Asgeirssonar og
Helga Hálfdanarsonar á ljóðum hans og þeim Einari Braga og Hannesi Sig-
fússyni sem þýddu leikrit eftir hann. Annar er Rafael Alberti æskuvinur
Lorca sem helzt var líka nefndur til nóbelsverðlauna þegar Aleixandre fékk
þau, en það réð kannski valinu að hann mátti sér um frjálst höfuð strjúka í
áratugalangri útlegð meðan Aleixandre hélt reisn heima fyrir horfandi í
blóðugar eggjar á böðulsöxinni. I þessu bræðralagi frjálsra skálda sem fóru
hver sína leið bundnir vináttuböndum og samkenndir undir fyrirsögninni
sem fyrr var getið, þar má líka nefna Jorge Guillén, Luis Cernuda og Pedro
Salinas, mikil skáld; og flæmdust allir í útlegð, og hafa verið taldir einn
166