Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 48
Thor Vilhjálmsson Þegar Aleixandre fékk Nóbelsverðlaunin Vincente Aleixandre, aldrað skáld, bjó í kyrrlátri elli í tígulsteinshúsi, girtu trjám sem hann hafði sjálfur gróðursett, í úthverfi Madridborgar, — fjarri heimsins margrædda harki og glaumi; kastljós hnattleikhússins rufu langæja einangrun hans þegar honum voru óvænt veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Þannig var þessi langleiti öldungur hrifinn burt af friðarstóli eftir ævilanga baráttu við sjúkleika og margþætt mannlegt mótlæti sem hann hafði þó aldrei látið buga sig né beygja, heldur strítt heill og hreinn og hugumstór með vopnum listar sinnar og brynhlífum til sigurs. Þá var hann hylltur í heimsathyglinni sem skáld með hreinan skjöld, þótt hann yrði að sitja áratugi undir ægishjálmi þeirra sem af sjálfu leiðir að hati list og ljóð — fasista. Og þá voru sögur af því að skáldið hefði ekki orðið minna undrandi en aðrir við fréttirnar af nóbelsverðlaununum þegar þau duttu niður úr skýjum í höfuga blómskrúðuga friðhelgi í aldingarði skáldsins á ævikvöldi. Vincente Aleixandre er af svonefndri kynslóbinni frá ’27. Um þær mundir flæddi einmitt máttug skáldskaparbylgja um Spán allan. Ný kynslóð með nýja reynslu, ný erindi kom fram á árunum milli 1920 og ’30, og voru hvert öðru merkara og hvert með sínum hætti. Við Islendingar könnumst við helztan þeirra, þann sem hefði eflaust átt nóbelsverðlaunin ef hann hefði lifað en ekki verið myrtur af fasistum nærri fæðingarborg sinni Granada við upphaf borgarastyrjaldarinnar: Garcia Lorca, og þau kynni þökkum við þýðingum Magnúsar Asgeirssonar og Helga Hálfdanarsonar á ljóðum hans og þeim Einari Braga og Hannesi Sig- fússyni sem þýddu leikrit eftir hann. Annar er Rafael Alberti æskuvinur Lorca sem helzt var líka nefndur til nóbelsverðlauna þegar Aleixandre fékk þau, en það réð kannski valinu að hann mátti sér um frjálst höfuð strjúka í áratugalangri útlegð meðan Aleixandre hélt reisn heima fyrir horfandi í blóðugar eggjar á böðulsöxinni. I þessu bræðralagi frjálsra skálda sem fóru hver sína leið bundnir vináttuböndum og samkenndir undir fyrirsögninni sem fyrr var getið, þar má líka nefna Jorge Guillén, Luis Cernuda og Pedro Salinas, mikil skáld; og flæmdust allir í útlegð, og hafa verið taldir einn 166
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.