Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar Það er sannarlega ekki auðvelt að átta sig á því hvernig stelpur hugsa. En Lási er auðvitað með það á hreinu. Hann veit allt um það. Hann veit allt um lífið og tilveruna. (I, bls. 42) Þó að Elías sé sannfærður um að Lá. viti allt um lífið og tilveruna er samband þeirra þannig að Elías getur ekki leitað til hans og spurt hann áleitinna spurn- inga. Samband eða sambandsleysi þeirra bræðra er með bestu þáttum sögunnar. Höfundi tekst vel að sýna hvernig ör- yggisleysi Elíasar magnast í návist stóra bróður enda nýtur Lási þess að stríða litla bróður og gera lítið úr honum. Myndin sem höfundur dregur upp af Lása er ein besta persónulýsing sög- unnar. Hin tilfinningalega einangrun Elíasar er trúlega svipuð einangrun margra les- enda. Þess vegna hefðu þeir haft gott af að kynnast hugsunum hans miklu betur og fylgja honum út úr einangruninni. Þótt eflaust sé algengt að unglingar séu í feluleik með hugsanir sínar á höfundur unglingasagna ekki að vera í feluleik við lesanda sinn. Kvenpersónur Elías er sætur og stelpur leita eftir návist hans. Það reynir því ekki mikið á Elías við að ná sambandi við stelpurnar. Hitt er svo meiri vandi að vita hvernig á að haga sér til þess að áhugi þeirra haldist. Hildur er hressileg stelpa sem heimtar að fá trommusett í fermingargjöf. Nafn fyrri bókarinnar, Viltu byrja með mér?, eru orð hennar. Hildur veit vel hvað hún vill og fyrr en varir hefur hún ekki neinn áhuga á Elíasi lengur vegna þess að hún ætlar að æfa með hljómsveitinni Volæði. Eva er í frjálsíþróttum, tekur strax við sér þegar hún hefur hitt Elías og reynir stíft við hann. Eva hikar ekki við að hringja í Elías og biðja hann að koma með sér í bíó en tekur ekki annað í mál en borga fyrir sig sjálf. Hins vegar er hún full af sektarkennd þegar hún býður Elíasi gistingu í hjóna- rúminu. Hún er hrædd um að Elías haldi að hún sé til í allt. Ekki er samt hægt að sjá að Eva missi álitið á Elíasi fyrir að hafa þegið boðið og virðist því vera á ferðinni gamla góða hugmyndin um að það sé ekki virðingu kvenna samboðið að hafa gaman af kynlífi. Eva og Elías eru of hrædd til þess að þora að stíga skrefið til fulls. Lesendur þurfa að bíða eftir næstu bók í þeirri von að þar komi svar við spurningum sem leita á hugann: Geta stelpa og strákur lifað ástalífi án þess að sitja uppi með krakka eins og Lási og Heiða? Hvernig er hægt að komast hjá því? Er hægt að horfa framan í mótspilarann á eftir? Og svo framvegis. Það er ekki óeðlilegt að höfundur velji þá leið að láta þau ekki vera saman, þau eru svo ung. Auðvitað eru til krakkar á þessum aldri sem lifa ástalífi en þau eru í minnihluta. Það hefði verið gott að fá að vita meira um stelpurnar sem Eva talar um: — Eg veit um stelpur sem hafa lent í ferlegu veseni, segir hún. Stelpur sem eru fimmtán. — Er það? — Hefurðu ekki lesið Póstinn í Vikunni? Hann getur ekki annað en brosað. — Þetta er ekkert hlægilegt, segir hún. Það lendir alltaf á stelpunum ef illa fer. Hann hættir að brosa: það er satt. Það er auðvitað verst fyrir þær. (II, bls. 173) 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.