Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 77
Konan, draumurinn og dátinn tímamótunum, svo þeir megi skilja, að nútíðin er ekki eina vitund þjóðarinn- ar. (op. cit.) Sagan er . . . bundin tíðinni og höfðar fyrst og fremst til sameiginlegrar vitneskju minnar og minna samtíðarmanna. (op. cit.) Sagan er því túlkun Indriða, í nafni sinnar kynslóðar, á mikilvægu tímabili í sögu tuttugustu aldar á Islandi, túlkun gerð með fólk framtíðar- innar í huga. Norðan við stríð fjallar um hernám Breta og áhrif þess í bæ fyrir norðan. Ahrifin koma einkum fram í breytingum á lífi persónanna og mjög skýr munur er á kynjum. Flestir karlmenn fara í vinnu hjá hernum og fjárráð þeirra aukast, en flestar konur taka upp kynferðissamband við hermenn. Vé- steinn Olason segir í grein um bókina að tvö athafnasvið séu ráðandi í sög- unni: svið efnahagsmála og ástamála. Minna beri á hernaðarlegu sviði og pólitísku sviði. Athafnir karla taki til allra þessara sviða, að minnsta kosti til efnahags- og ástamála, en konur séu nær eingöngu virkar á sviði ástamála.1 I Norðan við stríð eru konur fyrst og fremst kynferðisverur. Með þeim öllum býr kynferðisleg þörf sem getur orðið ráðandi ef aðstæður leyfa. Fyrir hernám liggur þessi þörf að mestu í dvala en við hernámið verður hún virk og það eru hermenn sem koma henni af stað. Hjá flestum tekur hún völdin en einstaka kona getur hamið hana. Helga Kress hefur orðað það svo að í Norðan við stríð séu konur yfirhöf- uð hórur, ef ekki á yfirborðinu þá innst inni.2 Hún segir líka að afturhalds- söm afstaða til kvenna einkenni verk Indriða yfirleitt, ekki sé litið á konur sem manneskjur með sjálfstæða tilveru heldur sé fjallað um þær út frá tengslum þeirra við karlmenn.3 I Norðan við stríð á þetta einkar vel við, þar er talað um konur í sambandi við hermenn, eiginmenn og feður en ekki sem einstaklinga. Þetta á jafnvel við í smærri atriðum; þannig eru konur oftast fyrst kynntar sem konur eiginmanna sinna eða dætur feðra sinna. Síðan fá sumar þeirra nafn, aðrar ekki. Við hernámið fá konur svar við einhverju sem þær hefur vantað. Halla Falkon lifnar við þegar hún sér sveitarforingjann sem Jón maður hennar kemur með heim og það er eins og jólasveinninn sé kominn: Þeim lýstur saman í anddyrinu, sveitarforingjanum og Höllu Falkon. Þau svelgja hvort annað í sig með augunum og loftið titrar. Jón Falkon horfir undrandi á bros konu sinnar. Allt fálæti er úr svip hennar. Hún er eins og 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.