Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 29
I leit að nútíbinni — í uppgjöri við fortíðina
Nakað av tær fær verið í mínum eygum
inni í mínum huga
og nakað av mær í tínum
inni í tínum huga
men ikki alt
Hjartarúmið er og eg vil hýsa tær
sum hin húsvilli hýsir tí húsvilla
tú vil fjala teg í mínum hári
meðan eg eri á veg yvir í títt
Mín húð leitar eftir hita eins og tín
motast tær fáa báðar hita
og hendurnar kunnu halda hvor í aðra
Tú kann ikki eta meg
meðan tú sjálv vil verða etin
Heldur tú mín bringa er eitt reiður
onkuntíð kanska
men hon er eisini ein fuglur
Nakað hevur tú
Nakað havi eg
Vit fáa givið hvorjum oðrum nakað.
(Tægr, 1980)
Á aðgengilegu máli og í einföldum stíl er fjallað um þann vanda sem
brennur á nútímamanninum, um mannleg samskipti, um þjóðfélagsmál og
ábyrgð okkar á þróun samfélagsins. I einfaldleik sínum kveikja ljóðin í
lesandanum og vekja með honum spurningar en þau geta stundum orðið of
einföld og verða þá merkingarlaus orðaleikur. Steinbjorn yrkir þó einnig
miðleitin ljóð og getur sérstaklega í sumum stuttum náttúruljóðum brugðið
upp heilsteyptum myndum, þrungnum tilfinningu og merkingu.
Rói Patursson (f. 1947) gaf út fyrstu bók sína, nafnlausa ljóðabók, árið
1969. Hann hefur meira en aðrir veitt æðaslætti líðandi stundar og alþjóð-
legu andrúmslofti inn í færeyskan ljóðaheim. Hann yrkir um unglinga í
Þórshöfn sem nærast á sömu poppmenningu og jafnaldrar þeirra um allan
hinn vestræna heim, en einnig um ást, einstaklinginn í alheiminum, ein-
manaleik og órjúfanleg tengsl mannsins við uppruna sinn. Ekki síst greip
unga fólkið þessi ljóð fegins hendi enda voru þau hispurslausari og berorð-
ari en sá skáldskapur færeyskur sem þau áttu að venjast.
Árið 1976 kom út önnur ljóðabók Róa, A alfaravegi, en þar að auki hefur
hann birt ljóð í blöðum og tímaritum, og textar eftir hann, sungnir af
Anniku Hoydal, komu út haustið 1983 á plötunni Spor í sjónum.
147