Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 19
/ leit að nútíðinni — í uppgjöri við fortíðina
sitt að gefa nýgræðingum tækifæri til að spreyta sig, að vera vettvangur
menningarumræðna og kynningar á menningarstraumum erlendis, sérstak-
lega á Norðurlöndum.
En hver eru viðfangsefni færeyskra bókmennta á okkar tímum? Ég mun
hér á eftir fjalla um einstaka höfunda og reyna að varpa ljósi á nokkra þætti
færeyskra bókmennta síðustu tíu til fimmtán ára.
Ef við lítum snöggvast aftur í tímann þá hefst saga færeyskra bókmennta í
lausu máli um síðustu aldamót. I færeyskri skáldsagnagerð hefur lengi borið
mest á kynslóðinni sem fæddist í byrjun aldarinnar: Heðin Brú, Martin
Joensen, William Heinesen og Jorgen F. Jacobsen, en með þessum mönnum
átti færeysk skáldsagnagerð sér blómaskeið upp úr 1930. Bækur Jorgens F.
Jacobsen og megnið af bókum Williams Heinesen hafa á síðustu árum verið
þýddar á færeysku en þær voru eins og kunnugt er upphaflega samdar á
dönsku; þar með eru þessir tveir öndvegishöfundar í ríkara mæli en áður
orðnir lifandi hluti af færeyskum bókmenntaheimi. Þeir Heðin Brú og
William Heinesen hafa verið sívirkir fram á þennan dag en lítið hefur verið
um að nýir lausamálshöfundar hafi kvatt sér hljóðs.
Þessi staðhæfing heimtar þó strax að sleginn sé varnagli, því ekki er hægt
að tala um færeyskar bókmenntir í lausu máli núna án þess að minnast á Jens
Paula Heinesen (f. 1932) sem síðan snemma á sjötta áratugnum hefur verið
með afkastamestu höfundum. Meðal helstu verka hans verður að telja skáld-
söguna Frœnir eitur ormurin (Fáfnir heitir ormurinn, 1973) sem er þjóðfé-
lagslýsing úr færeyskri samtíð og um leið uggvænleg spásögn um nánustu
framtíð þar sem höfundur sér fyrir sér hnignun lýðræðis og sigur lýðskrums
og gerræðis. Fjórða bindi í skáldsagnaröð, sem er að miklum hluta sjálfsævi-
söguleg, kom út haustið 1983, Markleys breiðist nú fyri tœr fold. Þessi
sagnabálkur er þroskasaga drengs og er með því besta sem frá Jens Paula
Heinesen hefur komið.
Með ofangreint í huga verður það að teljast til tíðinda þegar þrír sagna-
höfundar kveðja sér hljóðs á aðeins tveim árum eins og gerðist á árunum
1980—82. Þá komu út smásagnasöfn Hanusar Andreassen og Gunnars Hoy-
dal, sem áður höfðu birt sögur í tímaritum, og skáldsaga sem var fyrsta verk
Oddvarar Johansen. Hér verður fjallað svolítið nánar um þessa þrjá höf-
unda sem eiga það sameiginlegt að vera á fertugsaldri og hafa alist upp að
mestu leyti í Þórshöfn.
Hanus Andreassen stundaði um árabil nám í málum og bókmenntum í
Kaupmannahöfn, enda setur þekking á heimsbókmenntunum sterkan svip á
skáldskap hans, bæði í beinum skírskotunum og stíl. Eftir Hanus hafa
komið út tvö smásagnasöfn: Dóttir av Proteus (1980) og Vz<3 tendraðum
137