Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 19
/ leit að nútíðinni — í uppgjöri við fortíðina sitt að gefa nýgræðingum tækifæri til að spreyta sig, að vera vettvangur menningarumræðna og kynningar á menningarstraumum erlendis, sérstak- lega á Norðurlöndum. En hver eru viðfangsefni færeyskra bókmennta á okkar tímum? Ég mun hér á eftir fjalla um einstaka höfunda og reyna að varpa ljósi á nokkra þætti færeyskra bókmennta síðustu tíu til fimmtán ára. Ef við lítum snöggvast aftur í tímann þá hefst saga færeyskra bókmennta í lausu máli um síðustu aldamót. I færeyskri skáldsagnagerð hefur lengi borið mest á kynslóðinni sem fæddist í byrjun aldarinnar: Heðin Brú, Martin Joensen, William Heinesen og Jorgen F. Jacobsen, en með þessum mönnum átti færeysk skáldsagnagerð sér blómaskeið upp úr 1930. Bækur Jorgens F. Jacobsen og megnið af bókum Williams Heinesen hafa á síðustu árum verið þýddar á færeysku en þær voru eins og kunnugt er upphaflega samdar á dönsku; þar með eru þessir tveir öndvegishöfundar í ríkara mæli en áður orðnir lifandi hluti af færeyskum bókmenntaheimi. Þeir Heðin Brú og William Heinesen hafa verið sívirkir fram á þennan dag en lítið hefur verið um að nýir lausamálshöfundar hafi kvatt sér hljóðs. Þessi staðhæfing heimtar þó strax að sleginn sé varnagli, því ekki er hægt að tala um færeyskar bókmenntir í lausu máli núna án þess að minnast á Jens Paula Heinesen (f. 1932) sem síðan snemma á sjötta áratugnum hefur verið með afkastamestu höfundum. Meðal helstu verka hans verður að telja skáld- söguna Frœnir eitur ormurin (Fáfnir heitir ormurinn, 1973) sem er þjóðfé- lagslýsing úr færeyskri samtíð og um leið uggvænleg spásögn um nánustu framtíð þar sem höfundur sér fyrir sér hnignun lýðræðis og sigur lýðskrums og gerræðis. Fjórða bindi í skáldsagnaröð, sem er að miklum hluta sjálfsævi- söguleg, kom út haustið 1983, Markleys breiðist nú fyri tœr fold. Þessi sagnabálkur er þroskasaga drengs og er með því besta sem frá Jens Paula Heinesen hefur komið. Með ofangreint í huga verður það að teljast til tíðinda þegar þrír sagna- höfundar kveðja sér hljóðs á aðeins tveim árum eins og gerðist á árunum 1980—82. Þá komu út smásagnasöfn Hanusar Andreassen og Gunnars Hoy- dal, sem áður höfðu birt sögur í tímaritum, og skáldsaga sem var fyrsta verk Oddvarar Johansen. Hér verður fjallað svolítið nánar um þessa þrjá höf- unda sem eiga það sameiginlegt að vera á fertugsaldri og hafa alist upp að mestu leyti í Þórshöfn. Hanus Andreassen stundaði um árabil nám í málum og bókmenntum í Kaupmannahöfn, enda setur þekking á heimsbókmenntunum sterkan svip á skáldskap hans, bæði í beinum skírskotunum og stíl. Eftir Hanus hafa komið út tvö smásagnasöfn: Dóttir av Proteus (1980) og Vz<3 tendraðum 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.