Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 43
Brúbkaupib
í eldhúsinu gefur Elspu-Lena börnunum mjólk og kökubita. Hún
er með bláköflótta svuntu og í búðarsokkum. Andlitið er allt hrukk-
ótt og augun ofurlítið skásett.
Elspu-Lena hefur aldrei verið gift en hún á samt fullorðinn son.
Hann býr í Danmörku — og er víst menntaður maður, segir fólk.
Amma segir að Elspu-Lena hafi verið dregin á tálar, veslingurinn. Af
þeim kunna manni Ziemsen, kaupmanninum í næsta þorpi.
En hún hefur spjarað sig. Alltaf verið dugnaðarforkur. Engin kona
þorir að ala barn nema Elspu-Lena sé viðstödd. Og hún er svo af-
skaplega minnug. Man upp á klukkustund hvenær börnin eru fædd.
Nú stendur hún og starir í kíkinn. Ætli hún sjái eitthvað sérstakt?
Nóra fær að horfa smástund en sér allt í móðu.
— Þú þarft að stilla kíkinn, væna, segir Elspu-Lena. Nóra skrúfar.
Uppi á Hellu er fólkið horfið inn. En þá sér Nóra dásamlega sjón.
Brúðurin hvítklædda kemur út með brúðgumanum. Og við hús-
vegginn tekur hann utan um hana — og faðmar hana og kyssir lengi
— lengi — lengi. O, það hlýtur að vera erfitt að halda svona lengi
niðri í sér andanum. Og hvernig lærir maður að kyssa? Hvernig er
hægt að æfa sig og með hverjum?
Svona, nú anda þau smástund, ganga nokkur skref og svo — Hann
sveigir hana afturábak — það er naumast hann kyssir.
Æ, hvað hann er harðhentur. Hún er svo lítil og grönn . . .
Elspu-Lena þrífur af henni kíkinn, stillir hann til og starir. Sýnin
æsir Nóru upp. Hún er heit í framan og hjartað berst í brjóstinu.
Hún lítur á Nikulás þar sem hann situr með silfurskálina og skoðar
myndir. Hann hefur þykkar varir og skarð milli framtannanna og
hann var líka harðhentur inni í herberginu.
Elspu-Lena hnykkir til höfðinu og varirnar dragast saman í ör-
mjótt strik. Þannig stendur hún lengi og kvöldsólin glampar á
slitnum kíkinum.
Sólin ljómar björt og blíð,
byrjuð er sumartíð.
Nóra rumskar í stóra rúminu. Það er rökkur inni, hún heyrir þau
stíga dans og kveða og man eftir brúðkaupinu. Dynk — dynk, dynk
— dynk — dynk, aftur og aftur. Oftsinnis hefur hún legið hér heima
161