Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 43
Brúbkaupib í eldhúsinu gefur Elspu-Lena börnunum mjólk og kökubita. Hún er með bláköflótta svuntu og í búðarsokkum. Andlitið er allt hrukk- ótt og augun ofurlítið skásett. Elspu-Lena hefur aldrei verið gift en hún á samt fullorðinn son. Hann býr í Danmörku — og er víst menntaður maður, segir fólk. Amma segir að Elspu-Lena hafi verið dregin á tálar, veslingurinn. Af þeim kunna manni Ziemsen, kaupmanninum í næsta þorpi. En hún hefur spjarað sig. Alltaf verið dugnaðarforkur. Engin kona þorir að ala barn nema Elspu-Lena sé viðstödd. Og hún er svo af- skaplega minnug. Man upp á klukkustund hvenær börnin eru fædd. Nú stendur hún og starir í kíkinn. Ætli hún sjái eitthvað sérstakt? Nóra fær að horfa smástund en sér allt í móðu. — Þú þarft að stilla kíkinn, væna, segir Elspu-Lena. Nóra skrúfar. Uppi á Hellu er fólkið horfið inn. En þá sér Nóra dásamlega sjón. Brúðurin hvítklædda kemur út með brúðgumanum. Og við hús- vegginn tekur hann utan um hana — og faðmar hana og kyssir lengi — lengi — lengi. O, það hlýtur að vera erfitt að halda svona lengi niðri í sér andanum. Og hvernig lærir maður að kyssa? Hvernig er hægt að æfa sig og með hverjum? Svona, nú anda þau smástund, ganga nokkur skref og svo — Hann sveigir hana afturábak — það er naumast hann kyssir. Æ, hvað hann er harðhentur. Hún er svo lítil og grönn . . . Elspu-Lena þrífur af henni kíkinn, stillir hann til og starir. Sýnin æsir Nóru upp. Hún er heit í framan og hjartað berst í brjóstinu. Hún lítur á Nikulás þar sem hann situr með silfurskálina og skoðar myndir. Hann hefur þykkar varir og skarð milli framtannanna og hann var líka harðhentur inni í herberginu. Elspu-Lena hnykkir til höfðinu og varirnar dragast saman í ör- mjótt strik. Þannig stendur hún lengi og kvöldsólin glampar á slitnum kíkinum. Sólin ljómar björt og blíð, byrjuð er sumartíð. Nóra rumskar í stóra rúminu. Það er rökkur inni, hún heyrir þau stíga dans og kveða og man eftir brúðkaupinu. Dynk — dynk, dynk — dynk — dynk, aftur og aftur. Oftsinnis hefur hún legið hér heima 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.