Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 112
Tímarit Máls og menningar stendur í skýrslunni í framhaldi af töflu 3.4 á bls. 46 er eftirfarandi: Þrátt fyrir að fjögur þeirra fimm sveitarfélaga, sem hér eru borin sam- an, séu á höfuðborgarsvæðinu, eru þau ekki öll fullkomlega sambærileg hvað félagslega samsetningu varðar. Næst er að ætla að Kópavogur og Reykjavík séu sambærilegust. Nes- kaupstaður hefur sérstöðu, sem dæmigert framleiðslusamfélag við sjávarsíðuna og enn eimir eftir af dráttum slíks samfélags í Hafnar- firði, í öflugu sjálfstæðu atvinnulífi sem nær eingöngu bæjarbúar vinna við. Þannig er Hafnarfjörður beggja blands, annars vegar „svefnhverfi" sameiginlegs vinnumarkaðar höfuð- borgarsvæðisins og hinsvegar sjálf- stætt framleiðslusamfélag. Loks hef- ur Garðabær sérstöðu með mun hærra hlutfall efri stétta en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en kannanir hafa leitt í ljós að at- vinnuþátttaka giftra kvenna úr þeim hópum er hlutfallslega lægri en í öðrum. Ef þetta er haft í huga, má ætla að aukning hlutfalls kvenna sem virkar eru í atvinnulífinu á þessu fimm ára tímabili, frá 1976 til 1980 sé um 10% og sú aukning hafi leitt til um 12 til 15% lægri hlutfallstölu „bara“ hús- mæðra af heild giftra kvenna. Eins og öllum hlýtur að vera ljóst, er í tilvitnuninni hér að ofan skýrt tekið fram að Neskaupstaður sé alls ekki sam- bisrilegur við Reykjavík að félagslegri samsetningu og þar eru færð rök að því, að samanburð megi helst gera milli Kópavogs og Reykjavíkur. En það hent- ar ekki Auði Styrkársdóttur að lesa það sem í skýrslunni segir. Hún ákveður eitthvað sem hún „vill“ að standi þar, notar það síðan sem dæmi til að „sýna fram á að skýrslunni sé í mörgu ábóta- vant“. Eg hlýt að þakka fyrir að Auður treysti sér ekki „til að taka fleiri dæmi, því það hefði orðið of langt mál“. 7. „Tvtsr helstu athugasemdirnar við skýrsluna. “ I síðari hluta greinar sinnar segir Auð- ur að athugasemdir hennar beinist að tveim þáttum. (bls. 467) Sá fyrri er, að ekki sé gerð nein tilraun „til þess að bera saman þær tölfræðilegu niðurstöður sem úr könnuninni fengust við önnur töl- fræðileg gögn í landinu — utan einu sinni. Það er því allsendis óvíst að gögn- in séu marktæk um eitt eða neitt.“ (bls. 467) „Gjafir eru yður gefnar." Hverju á að svara slíku? Hvers á undirritaður að gjalda? Hefur hann orðið uppvís að því að „falsa“ rannsóknarniðurstöður? / fyrsta lagi er að sjálfsögðu í þessari skýrslu fylgt þeirri aðferðafræðilegu hefð að gera grein fyrir úrtaki könnunar- innar og heimtum og bera þær upplýs- ingar saman við tölulegar upplýsingar um heildarhópinn (íbúa Reykjavíkur 20 til 60 ára árið 1980). Jafnframt því er gerð sérstök greining á brottfallshópn- um. Ætti þessi umfjöllun öll að sýna, að svarendur eru væntanlega „dæmigerðir" fulltrúar heildarhópsins, og þeir voru það margir, að niðurstöður af svörum þeirra eru fullmarktækar fyrir þann hóp. Nema Auður vilji halda því fram, að það sem í skýrslunni standi um þessi atriði sé ekki sannleikanum samkvæmt? I öðru lagi hefur verið sýnt fram á hér að framan (liður 3), að nær ekkert er til af sambærilegum tölfræðilegum gögnum í landinu (ef undan eru skildar upplýs- 230
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.