Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 73
Hundsbit þung í skauti og ekki verið möguleg nema vegna þess að konan fékk heimavinnu. Þau höfðu unnið eins og hestar enda mátti ekki útaf bera. Nú þurfti þessi skrambi að koma fyrir, einmitt þegar þau voru rétt að ná markinu. Hér heima og meiða sig á öskutunnu var alveg óþolandi. Gæti ekki sagt nokkrum manni frá því. Mundi ábyggilega missa heila viku úr — og húsaleigan sem nú var komin uppí tveggja vikna kaup þó öll yfirvinna sem hægt væri að ná í væri reiknuð með. Hann hímdi hnípinn við öskutunnu kjallarans og undir hnykluðum brúnum hans störfuðu fylkingar ásakana og brostinna drauma. Hvað gat hann eiginlega gert, hvernig leystist vandi, af sjálfu sér kannski —. Nei það var fráleitt, húseigandinn vildi fá seðla, ekki frómar óskir orð eða hugsanir. Verkamaður eða veikur maður. Veikurmaður er það verkamaður. Hvernig er veikur maður öðru vísi en verkamaður. Var hann eitthvað að ruglast — og þó, á þessu tvennu var geysimikill munur. Verkamaður mundi geta kvittað með hægri hendinni fyrir umslaginu sínu og einnig talið upp úr því. En veikur maður, hvað gat hann eiginlega verið, lítið meira en sjúklingur. Hann, veikur maður, skráður fyrir þrem börnum, hafði sagt sig úr þjóðkirkjunni og var í stéttarfélagi. Gæti hann fengið kaup fyrir að vera veikur. Hann roðnaði og blygðaðist sín, fengi víst aldrei kaup beinlínis fyrir að vera veikur. Þó var hann veikur og þurfti sárlega á greiðslu að halda. Hann kæmist víst ekki hjá að bera sig upp, gefa sig fram við skriffinn- ana í samtökunum. Þeir mundu spyrja hann hvernig verður verka- maður ekki verkamaður, heldur veikur maður. Hvað gæti hann sagt. Hverju ætti hann að svara. Hundur hefði bitið hann, var það svo slæmt. Ekki verra en öskutunna og einhverja skýringu hlaut hann að gefa. Hann rétti úr kútnum, dróst frá tunnunni að kjallaratröppun- um, reisti sig upp og horfði í veðrið. Hvers gæti hann vænst? Niðrí kjallaratröppunum hríslaðist til og frá hornanna á milli útþvælt og rifið vélritað blað. Hann leit á það og sjá — 24. gr. í slysa og veikindaforföllum. Fyrir hvern unninn mánuð 150 klst. skal verka- maður fá einn dag í veikinda- og slysatilfellum, saman berþó ákvæði. Hann gat ekki lesið meir og langaði ekki til þess. Þeir mundu vita þetta skriffinnarnir og ráða fram úr þó snúið væri. Slíkt var einmitt þeirra verk. Væru þeir ekki kanski frægastir fyrir túlkun samninga. Hugsandi og vonbetri en uppréttur gekk hann í kjallaragrenið. 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.