Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 23
Eru framfarir háðar hagvextU náttúrunni. Ekki er vanþörf á að vitund um það aukist. Framleiðendum og herforingjum í markaðssókn þeirra þarf að senda skýr skilaboð um hvers sé óskað og hverju hafnað. Annars er þess ekki að vænta að stefna þeirra mótist af heildarsýn og ábyrgð gagnvart auðlindum, snauðum þjóðum eða framtíðinni. Þeim er ætlað að reka fyrirtæki sem skilar arði miðað við gildandi leikreglur - hér og nú. I rauninni er einnig óraunsætt að ætlast til að stjórmálaöflin, sem ráða og takast á í samfélagi okkar, sýni áhuga á nauðsynlegu endurmati á ríkjandi viðhorfum til efnahagslegs vaxtar og þess að keppa að því að sem flestir fái meira af því sama. Enn virðast allir ófúsir að leggja einhverja siðferilega mælikvarða á framleiðslu og meta gildi henn- ar með hliðsjón af hliðarverkunum. Engin umræða er t.d. um það í þjóðfé- laginu að ástæða gæti verið til að skattleggja sykur í því skyni að draga úr neyslu og framleiðslu á sælgæti og gosdrykkjum - og vernda þannig tann- heilsu og heilsu fólks yfirleitt. Heilsupólitík má ekki trufla markaðslögmál- in. Enn þykir vart sæma að malda í móinn þótt heilsuspjöll og vandræði vegna úrgangs og mengunar fylgi neyslugleðinni í umbúðaþjóðfélaginu. Trúin á að hagsmunum þjóða sé best borgið með vaxandi framkvæmda-, framleiðslu- og söluhraða er sterk. Miklum kröftum og áhuga er á seinni árum beint að því sem nefnt er markviss markaðssókn. Enda verður með hverju ári sem líður auðveldara að framleiða en erfiðara að selja. Jafnframt því sem ríkar þjóðir verða auðugri og þær fátæku snauðari eins og áður var vikið að. Endurmat ríkjandi viðhorfa og stefnu í íslenskri alvörupólitík, efnahags- og atvinnumálunum, er ekki auðvelt verk. Enn eru kröfur um endurmat af því tagi, sem ég hef verið að fjalla um á þessum blöðum, ekki háværar í ís- lenskri þjóðmálaumræðu. En þrátt fyrir það að skrif eins og þessi hafi ekki víðtæk áhrif á næstunni er ég sannfærður um að eitthvað líkt á eftir að heyrast frá fleirum á næstu mánuðum og árum. Við lærum nefnilega af því að reka okkur á. Það sjáum við á sársaukafullum tilraunum til að hverfa frá úreltum og varasömum vaxtarsjónarmiðum í fiskveiðum og landbúnaði. Þar sem meira af því sama horfði greinilega ekki til framfara. Og ég er ekki í neinum vafa um að margir eiga á næstu árum eftir að endurmeta hvernig þeir telja tíma sínum best varið. Fara að nota minna af honum á vinnumarkaðnum þar sem launavinna er stunduð og taka meiri tíma til eigin nota. Neyta minna - og vinna minna. Lifa betra lífi með því að spila úr minna og nota tímann til meiri samskipta við þá sem þeim eru kærir. Gera annað að keppikefli en það sem hampað er í auglýsingum þeirra sem leiða markaðssókn eftir brautum hagvaxtarhyggjunnar. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.