Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 97
Mabnr eða kona ? . . . það er auðséð, að honum er alvara, blessuðum, að krækja í kotið, og það er líklegast, að honum takist það; það sér á, að ég er kvenvæfla og á engan að og sízt nokkurn þann, sem hefur vit og kjark til að rétta hluta minn, . . . (241)7 „Kvenvæflan“ hefur samt ekki í hyggju að gefast upp fyrr en í fulla hnefana en samkvæmt endursögn af sögulokunum tekst henni ekki að rétta sinn hlut fyrr en hún fær karlmann með „vit og kjark“ í lið með sér, Þórarin unnusta Sigrúnar, sem þá hefur fengið prestsembætti. I ágripi sögulokanna segir svo um viðureign þeirra við Sigvalda: . . . stefnir Pórarinn séra Sigvalda um öll undanfarin hrekkjabrögð við sig og þær fóstrur; fylgdi hann því máli svo fast, að séra Sigvaldi guggnaði nú fyrir alvöru, einkum er þau Þórdís og hann höfðu talazt við fyrir rétti. (263) Enda þótt réttlætið sigri að lokum hróflar sagan ekki við óréttlátu valda- mynstri samfélagsins. Kona fær engu áorkað án þess að karlmaður í valda- stöðu leggi henni lið. Rannsókn okkar á Manni og konu hefur nú leitt nægjanlega mikið í ljós til að hægt sé að höfða mál gegn aðalpersónu verksins. Að vísu hefur grunur fallið á tvær persónur, séra Sigvalda prest á Stað og Þórdísi hús- freyju í Hlíð, en okkur sækjendum þykir sýnt að Sigvaldi sitji einn uppi með glæpinn. Meginástæðan er sú að hann á upptökin að átökum þeirra Þórdísar, hann er gerandinn í sögunni og án hans væri ekkert í frásögur færandi. Söguhöfundur8 bendir sjálfur á þetta atriði. Þegar klerkur kemst í lífsháska í áttunda kafla bjargast hann naumlega, „því hefði hann fengið banamein sitt þar . . segir söguhöfundur, „mundum vér hafa orðið að slá botninn í söguna“ (95).9 Þessi vitnisburður gefur fullt tilefni til að draga Sigvalda einan til ábyrgðar. Málssóknin gegn honum er hins vegar rétt að hefjast og þess ber að minnast að menn eru ekki fundnir sekir fyrr en sekt þeirra hefur verið sönnuð. Akœruvaldið gegn séra Sigvalda Fyrsta vitnisburðinn um persónu Sigvalda er að finna í upphafsorðum Manns og konu: Maður er nefndur Sigvaldi, hann var Árnason, Sigurðarsonar, Hjaltasonar, Gunnarssonar glænefs úr Grafningi. Móðir Gunnars glænefs var Þorgerður í rauðum sokkum, Eyjólfsdóttir hins digra, Jónssonar, Finnssonar, Bjarnason- 231
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.