Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar lærðu meðferð gufuvéla hjá norðmönn- um. Ennfremur voru hvalveiðarnar eitt af því sem stuðlaði að peningaverslun hér á landi, ásamt sauðasölunni og fleiru. Allt þetta veit Trausti, og meira til, af nógu er að taka og bókin er sneisafull af upplýsingum. Þó vantar dálítið uppá það að forvitni lesanda sé svalað þegar hugað er að mörkuðum fyrir hvalaafurðir og til hvers þær voru notaðar. A blaðsíðu 9 segir að hvallýsi hafi verið mikilvægur ljósgjafi og að lýsið hafi verið notað við sútun á skinn- um, í kerti og sápur, en skíðin við klæðagerð. Litlu síðar segir að stál hafi tekið við af hvalskíðum við kjólagerð og framleiðslu regnhlífa og bursta á 19. öld og þá hafi minnkað áhugi á hval- veiðum. Sérstakur kafli er um markaði fyrir hvalaafurðir og eru þar áhugaverð atriði um samkeppni hvallýsis og jurta- olíu á helsta markaðssvæðinu, Bret- landi, en einhvern veginn er ekki nóg að gert, eitthvað vantar. Það sama er að segja um töflu D á blaðsíðu 65, þar vantar alla túlkun. Það hlýtur að vera eitthvað meira að sækja í tölur um fjölda veiddra hvala og tunnur lýsis sem unnar voru úr þeim en það að veiðar hafi verið mestar árin 1893 - 1910. Er kannski ckkert að marka útreikninga á borð við þá að fyrir aldamót hafi flest ár fengist um og yfir 40 tunnur lýsis af hverjum hval, en eftir aldamót um 35 tunnur eða minna? Segir þetta kannski ekki neitt um stærð dýranna, að þau séu yngri eða hvað? Það er ennfremur ljóst að eftir því sem hvalstöðvum fjölgaði urðu skipin að leita lengra til að finna hval. Norðmenn veiddu einsog þeir mögulega gátu og á endanum var lítið orðið eftir. En þá var líka farið að tala um bann við hvalveiðum frá stöðvum á Islandi. Arið 1913 voru samþykkt frið- unarlög á Alþingi, einkum á þeirri for- sendu að sögn Trausta, að „mönnum rann það til rifja að jafn arðvænn at- vinnuvegur væri stundaður hér á landi án þess að Islendingar væru þátttakend- ur í rekstrinum“ (bls. 133). Hugmyndin var að íslendingar tækju veiðarnar í eig- in hendur að tíu árum loknum. Dýra- verndunarsjónarmiða gætti lítillega, en Trausti segir að ekki verði séð að þau hafi haft afgerandi áhrif, og er það ólíkt því sem nú gerist. Aðdraganda bannsins rekur Trausti vandlega undir lok bókar- innar, og eru deilur um það hvort hvalir spilltu síldveiðum einkar forvitnilegar. Þá voru uppi háværar raddir um meng- un frá hvalveiðistöðvum, en bændur í nágrenninu töldu sig margir verða fyrir búsifjum af völdum hvalleifa í fjöru og sjó. Allt þetta rekur Trausti af kostgæfni og að loknum lestri bókarinnar situr maður ánægður í stólnum, bókin er reglulega góð. En auðvitað eru á henni gallar einsog öðru. Sá helsti er líklega að hún er of stutt. Bókin hefði að ósekju mátt vera 30-40 blaðsíðum lengri. Áherslan er á útlendinga, umsvif þeirra hér við land og hér á landi, og mestöll orka höfundar hefur farið í vinnu á er- lendum söfnum. Allt er það vel gert, en allskyns atriði varðandi íslendinga sjálfa hafa orðið útundan. Að vísu virðist Trausti vita allt sem máli skiptir, og tek- ur það meðal annars fyrir í stuttum kafla um „hvalveiðar íslendinga“ (bls. 35-9). Þar er farið í flesta hluti, en á of mikilli ferð. Einkum á þetta við um 17. og 18. öld, og ef til vill er höfundi vork- unn, því enginn getur allt. Þannig er hvalskutla og hvalreka getið, en aðeins tekin fáein dæmi á stangli og ekki gerð tilraun til að kanna umfang veiðanna eða hvar helst var hvala von. Varla er 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.