Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 101
Maður eða kona?
hann fléttar þræðina að vild og persónurnar, þar með talinn séra Sigvaldi,
lúta duttlungum hans. Þetta vekur þá spurningu hvort við höfum ekki farið
villur vegar í leit okkar að aðalpersónu verksins. Söguhöfundurinn gegnir
óneitanlega enn stærra hlutverki í verkinu en séra Sigvaldi og hefur úrslita-
þýðingu fyrir framvindu þess. Þetta sést best á því að söguhöfundurinn dó
með Jóni Thoroddsen og þar með var botninn sleginn í söguna jafnvel þótt
efnisþráðurinn hafi varðveist.
Glæpur lesandans
Hér að framan höfum við kannað viðhorf söguhöfundarins til séra Sigvalda
og við þá vitnaleiðslu hefur komið á daginn að sá fyrrnefndi verðskuldar
sæmdarheitið aðalpersóna fremur en presturinn á Stað. Aður en dómur
verður kveðinn upp er þó vert að huga nánar að hlutverki lesandans, en
þegar hefur verið bent á þátt hans í persónulýsingu Sigvalda. Þar gerir
söguhöfundur beinlínis ráð fyrir að lesandinn komi til móts við hann, taki
þátt í sköpuninni. I þessu sambandi hefur verið talað um að skáldsagnahöf-
undar „byggi“ ákveðinn lesanda inn í hvert verk.16 Þessi innbyggði lesandi
er meira að segja ávarpaður beint í Manni og konu:
Þegar menn lesa sögur, er það gömul og góð venja, að lesarinn staldri ögn
við, þegar kapítulaskipti verða og áður en að hann leggur út í hinn næsta
kapítula, . . . Ég efast ekki um, lesari góður, að þú hafir haft þessa reglu og
staldrað dálítið við, þegar kapítulaskiptin urðu síðast; . . . (56)
Þarna stendur söguhöfundur frammi fyrir að þurfa að samræma veruleika-
skyn lesandans annars vegar og veruleika skáldsögunnar hins vegar. Hann
veit að skáldskapurinn á allt undir því að lesandinn fallist á blekkingu hans.
Sitt er hvað skáldskapur og raunveruleiki, eins og söguhöfundurinn bendir
á í framhaldinu, en um leið biður hann lesandann að brúa það bil sem er
þarna á milli:
. . . en ég vildi óska, að viðstaðan hefði að þessu skipti orðið í lengra lagi,
svo að þú betur gætir ímyndað þér, hvað langt er frá því, að þú skildir við
sögumennina í seinasta kapítulanum, hér að framan, þangað til þú hittir þá
aftur í þessum kapítula. Það eru sumsé liðin sjö ár síðan, og þú verður að
meðtaka það með trúnni sem sannleika. (56)
Þessar vangaveltur okkar tengjast rannsóknum í viðtökufagurfræði,
þeirri grein bókmenntafræðinnar sem fjallar um hlut lesandans í sköpun
bókmenntatexta. Samkvæmt þeim er líf textans og merking að miklu leyti
undir lesandanum komin. Textinn verður fyrst til þegar hann er lesinn og
235