Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar mín yrði send í geðrannsókn. Því að rödd mín bjó í fjallinu þar sem landið reis hæst og því landi hafði ég sökkt þegar ég sveik Gunnlöðu. Talaði ekki máli hennar. Týndi niður máli hennar. Síðan hef ég búið í þriðja land- inu. Landi sektar. Og röddina þaðan heyrir enginn. Ekki einu sinni maður sjálfur. Allra síst maður sjálfur. (178-179) Eftir þetta getur sagan raunar ekki farið nema á einn veg. Hún hlýtur að fá tæki- færi til að endurheimta kerið eins og dóttir hennar og fara sömu leið og hún, en hvaða leið er það? Svava styðst við heiðnar goðsögur og helgiathafnir, en samt eru mikilvægir þættir í heimsmynd hennar kristnir. Hún segir sögu af sekt og syndafalli og þeirri skilyrðislausu kröfu um trú á líf- ið, hið eilífa líf í einhverjum skilningi, sem er grundvallarkrafa kristindómsins. Sagan gerist á dögum syndafalls, og síð- an er dómsdagur virðist vera í nánd: skýin frá Tsjernóbýl svífa yfir Kaup- mannahöfn hlaðin þeim dauða sem ógnar mannkyni öllu. Sagan er ákall til allra manna að hætta að tilbiðja Oðin, guð hernaðar og útþenslu, og játa lífinu trú sína. Það er ekki ólíklegt að einhverjum þyki þetta nokkuð almenn túlkun. Er ekki bókin fyrst og fremst ákall konu til annarra kvenna að svíkja ekki þann sannleik sem þær eiga einar? Ef slíkur kvennasannleikur er til, er vitaskuld borin von að karlmaður geti skilið þessa bók. Vissulega er í bókinni eggjun til kvenna að láta ekki samfélagið innræta sér falska sektarkennd, að skynja mátt sinn og lífsmagn. En innsæi verksins á engu minna erindi til karla en kvenna og hver lesandi verður að túlka það á sinn hátt. Goðsaga Svövu er í sjálfu sér áhuga- verð hugmynd um það hvernig þróun trúarbragða hefði getað orðið á Norð- urlöndum, en vitaskuld er ekki um sagnfræði eða söguskýringu að ræða. I henni felst ekki fræðikenning um kven- veldi fyrri tíma, heldur er hún táknsaga um þau lífsgildi sem mannkyninu er nauðsynlegt að hafa í heiðri hér og nú, og í framtíðinni, ef það ætlar að lifa af á jörðinni. Þau lifsgildi eru jafnnauðsyn- leg körlum og konum, en vel má vera að karlar eigi torveldara með að skynja þau en konur, og þá vegna þess hvað samfélagið og sagan hafa gert úr þeim en ekki vegna þess hvernig náttúran gerði þá úr garði. Gunnlaðar saga er rismikið skáld- verk, djúpskyggn menningarrýni frá hendi rithöfundar sem kann að byggja sögu og segja með snilldarbrag. Hún er tvímælalaust besta og auðugasta verk Svövu Jakobsdóttur, og felst ekki í því nein umkvörtun yfir fyrri verkum hennar. Ritháttur Svövu hefur einatt verið með þeim hætti að afkáraskapur þeirra fyrirbæra, dýpt þeirrar örvænt- ingar, sem hún hefur fjallað um, hefur myndað sterka andstæðu við rödd sögumanns sem aldrei fer úr jafnvægi, heldur ró sinni og rökvísi. Að þessu leyti hefur hún unnið dálítið líkt og Kafka, sem hlýtur að vera einn af læri- meisturum hennar án þess að ég ætli að jafna henni við hann. I þessari bók er sömu aðferð beitt á nútímasviðinu. Móðirin heldur alltaf ró sinni sem sögu- maður. Hún á jafnerfitt með að trúa því sem fyrir hana ber og lesandinn. En á sviði goðsögunnar flóir skáldamjöður- inn yfir barma gullkersins. Þar lætur Svava eftir sér að skrifa lýrískan og 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.