Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 21
Eru framfarir háðar hagvexti? því. Og þegar upp er staðið kemur í ljós að þessi 5,6% mannkynsins nota 40% þess sem unnið er árlega úr hráefna- og orkulindum jarðar. Um þetta segir Schumacher: Iðnkerfi, sem notar 40% af hráefna- og orkuvinnslu jarðarbúa til að halda uppi minna en 6% af fjölda þeirra, er því aðeins hægt að kalla hagkvæmt með réttu að það hafi skilað sérstökum árangri við að skapa fólki hamingju, vellíðan, menningu, sátt og samlyndi. Eg þarf ekki að fjölyrða um það að ameríska kerfinu tekst þetta ekki, og ekki eru minnstu líkur á að það gæti tekist að því tilskildu að vöxtur framleiðslunnar verði enn meiri því auðvitað eykur það bara álagið á tæmanlegar auðlindir heimsins. Og síðan gagnrýnir Schumacher skoðun þeirra sem halda því fram að meiri vöxtur og orkunotkun sé forsenda þess að efni verði til að snúa frá náttúru- spjöllum og ójöfnuði og spyr: En geti efnahagskerfi Bandaríkjanna ekki þrifist án mikils, áframhaldandi vaxtar og ef sá vöxtur á að byggja á því að taka sífellt meira af hráefnum og orku frá fólki í öðrum heimshlutum, hvað þá með hin 94.4% af mannkyninu sem eru svo langt á „eftir“ Bandaríkjunum eins og sagt er? Niðurstaða Schumachers er sú sama og hjá þeim sem hafa athugað frá vistfræðilegu sjónarmiði hvert stefnir, haldi iðnveldin áfram á sömu braut og enn er gengin. Brautin er lokuð - það er hvorki skynsamlegt né mögu- legt að feta hana áfram. Það leiðir bæði til aukins ójafnaðar - og meiri náttúruspjalla og eyðingar sem þrengir lífsskilyrði á jörðinni í framtíðinni. Það er engin framfarabraut - heldur þvert á móti — vegurinn norður og niður. Siðferðilegt endurmat. Nýr mælikvarði á framfarir Við sáum að Schumacher gerði í máli sínu þá kröfu til hagkvæmrar tækni að hún geti skapað fólki „. . . hamingju, vellíðan, menningu, sátt og sam- lyndi.“ Hér er komið að enn einum mælikvarða sem leggja verður á nýja tækni og hagvöxt þegar meta skal hvort stefnt er í framfaraátt eða ekki. Einhvers konar siðferðilegu mati. Það er kominn tími til að menn átti sig bæði á því að vöxtur framleiðslu og framleiðni getur ekki haldið endalaust áfram í heimi tæmanlegra orku- og hráefnislinda. Það eyðist sem af er tekið. Vandi vorra tíma er ekki sá að auka hagvöxt með því að hækka kostnaðarliði við rekstur samfélagsins, framleiða meira af óseljanlegum matvælum eða seljanlegum óþarfa. Ekki er beðið eftir því af þeim sem svelta úti í heimi eða verst eru settir hér heima. Vandinn er fremur sá að kunna að gæta hófs og sýna viðleitni til að auka 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.