Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 17
Eru framfarir hdðar hagvextif unni eigi hún að komast sæmilega af að eigin mati. Tæknibyltingar af ýmsu tagi, aukinn skólalærdómur og samfelldur hagvöxtur í fjóra áratugi virðast ekki hafa fært Islendingum meiri tíma til eigin nota. Hins vegar höfum við meira umleikis en áður, höfum úr meira að spila og berumst mikið á. Þreföldun þjóðarframleiðslu á mann þýðir ekki að hver og einn hafi fengið þrefalt meiri fjármuni til að nota í það sem hugurinn girnist. Þetta er ekki raunverulegt framfaratákn. Eins og ég gat um áðan er þessi vöxtur einkum fólginn í auknum kostnaði við að halda þjóðfélaginu gangandi. Mestu munar hér um opinbera þjónustu, og innan hennar er það heil- brigðiskerfið sem vex mest. Utgjöld til þess tífölduðust á þrjátíu ára tíma- bili frá 1950-1980 og mannaflinn sem vann í heilbrigðisþjónustunni næstum sjöfaldaðist. Sem kunnugt er þá hefur venjan verið sú að telja vöxt heil- brigðisþjónustunnar til framfara og þakka henni það að meðalaldur hefur hækkað. Ég fæ hins vegar ekki betur séð en raunverulegar framfarir væru ekki síður fólgnar í því að legudögum á sjúkrastofnunum fækkaði jafnt og þétt, sífellt færri lækna og hjúkrunarliðs væri þörf og kostnaður við að lækna sjúkdóma færi lækkandi. Slíkt bæri vott um bætt heilbrigðisástand. Utþensla opinbers kerfis, sem hefur það hlutverk að berjast við sjúkdóma, ber hins vegar ekki endilega vott um batnandi heilbrigðisástand. En þjóðarframleiðsla getur líka vaxið með því að kostnaður utan opin- bera geirans vex. Allt of lengi héldu menn t.d. að öllu máli skipti að fjár- festa í öflugri og tæknilega fullkomnari framleiðslutækjum í sjávarútvegi og landbúnaði og auka framleiðsluna. Menn töldu að aukin sókn og aukin framleiðsla mundi gefa öllum meira í aðra hönd. En þegar aflinn fór að minnka í hlutfalli við aukna sókn gerðu menn sér grein fyrir því að það var tími til kominn að takmarka veiðar og breyta þeim. Spara fjármagnskostn- að og rekstrarkostnað, nota minni orku en áður var eytt í fleiri og lengri sóknarlotur með orkufrekum veiðiaðferðum. Hér gilti ekki hið viðtekna viðhorf: því meira því betra. Framfaraleiðin var önnur en menn ætluðu. Hér má bæta því við að úttekt á því hvað það tekur langan tíma fyrir verkamenn á meðaltaxta að vinna fyrir þeim afurðum sem hann kaupir frá íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði sýnir að frá 1950 hefur hann sexfald- ast sé miðað við ýsukíló en um tvöfalt lengri tíma tekur að vinna fyrir kjöti og kartöflum. Vert er þó að hafa í huga að söluskattur var ekki kominn til sögu 1950. Oft er kostnaður aukinn að óþörfu með því að fara fljótlegustu og auð- veldustu leiðina. Gott dæmi um það er hvernig vöruflutningar út á land hafa færst úr skipum og yfir í vörubíla. Mun orku- og mannfrekari leið sem kemur fram í vöruverði og rýrir kjör þeirra sem búa á landsbyggðinni. En eykur þjóðarframleiðslu! 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.