Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
mundi froðufella. Hann barði krepptum hnefanum í saltfiskstæðuna
og benti á mig um leið og hann æpti: „Hvernig í fjáranum ætlar þú
þér að ná til verkalýðsins þegar þú getur ekki einu sinni hnýtt einn
ómerkilegan tussuhnút?"
Fyrst reyndi ég að verja mig og maldaði eitthvað í móinn en sá
svo að Siggi hafði á réttu að standa; já hvernig var hægt að boða
komu allsnægtaþjóðfélagsins ef maður var sjálfur á tæknistigi hins
frumstæða manns? Eg bauðst til að gera sjálfsgagnrýni og hefði ef-
laust játað á mig ýmsar sakir, bæði borgaralega lesti og hættulega
hneigð til hentistefnu, ef verkstjórinn hefði ekki komið þrammandi.
Nú er stundin runnin upp, hugsaði ég og sá mig hverfa niðurlútan
með næstu flugvél. En verkstjórinn var bara kominn til að miðla
málum: ég skyldi fara með Gunna að reita en Siggi taka yfir snæris-
rúlluna og skærin. Þetta fannst mér frábær lausn. Eg hefði ekki
getað látið mér detta neitt snjallara í hug sjálfur.
Bæði var heiðri Flokksins borgið og ég var staðráðinn í að bæta
ráð mitt. Ég ætlaði að vera frakkur einsog Siggi sem auk þess að
hnýta hnútana af mikilli leikni náði strax góðu sambandi við lág-
vaxna manninn á lyftaranum. Hann var að sunnan einsog við, hét
Jóhann, kallaður Jói, og var laus á skilorði. I Kópavogi hafði hann
brotist inn í apótek og kveikt í bát vestur á fjörðum, það síðarnefnda
að undirlagi eigandans sem vildi hala inn tryggingar. Færi hann suð-
ur lenti hann í slæmum félagsskap en stundum, þegar hann var full-
ur, sagðist hann ekki vita hvort það væri í rauninni nokkuð verra en
að hírast hér í engum félagsskap.
En þeir Siggi náðu vel saman og í sameiningu réðumst við Gunni
á stæðurnar og reittum í svo villtum ham að þó saltkornin hryndu
oní hanskana og stígvélin létum við sem ekkert væri. Samt sveið
okkur í fingurna og tærnar voru blákaldar og blautar. Stundum sá ég
saltnámur í svefni, demantshvítar gljáðu þær, og ég sló oft saman
höndum einsog ég héldi um sporða.
En allur þessi hamagangur, þessi berserkjalegu vinnubrögð voru
ekki það eina . . .
Einsog Siggi sem stóð og talaði um stéttabaráttuna við Jóa á lyft-
aranum.
Einsog Flosi sem reifaði hagfræðikenningar við gamla manninn
með stimpilinn.
172