Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar mundi froðufella. Hann barði krepptum hnefanum í saltfiskstæðuna og benti á mig um leið og hann æpti: „Hvernig í fjáranum ætlar þú þér að ná til verkalýðsins þegar þú getur ekki einu sinni hnýtt einn ómerkilegan tussuhnút?" Fyrst reyndi ég að verja mig og maldaði eitthvað í móinn en sá svo að Siggi hafði á réttu að standa; já hvernig var hægt að boða komu allsnægtaþjóðfélagsins ef maður var sjálfur á tæknistigi hins frumstæða manns? Eg bauðst til að gera sjálfsgagnrýni og hefði ef- laust játað á mig ýmsar sakir, bæði borgaralega lesti og hættulega hneigð til hentistefnu, ef verkstjórinn hefði ekki komið þrammandi. Nú er stundin runnin upp, hugsaði ég og sá mig hverfa niðurlútan með næstu flugvél. En verkstjórinn var bara kominn til að miðla málum: ég skyldi fara með Gunna að reita en Siggi taka yfir snæris- rúlluna og skærin. Þetta fannst mér frábær lausn. Eg hefði ekki getað látið mér detta neitt snjallara í hug sjálfur. Bæði var heiðri Flokksins borgið og ég var staðráðinn í að bæta ráð mitt. Ég ætlaði að vera frakkur einsog Siggi sem auk þess að hnýta hnútana af mikilli leikni náði strax góðu sambandi við lág- vaxna manninn á lyftaranum. Hann var að sunnan einsog við, hét Jóhann, kallaður Jói, og var laus á skilorði. I Kópavogi hafði hann brotist inn í apótek og kveikt í bát vestur á fjörðum, það síðarnefnda að undirlagi eigandans sem vildi hala inn tryggingar. Færi hann suð- ur lenti hann í slæmum félagsskap en stundum, þegar hann var full- ur, sagðist hann ekki vita hvort það væri í rauninni nokkuð verra en að hírast hér í engum félagsskap. En þeir Siggi náðu vel saman og í sameiningu réðumst við Gunni á stæðurnar og reittum í svo villtum ham að þó saltkornin hryndu oní hanskana og stígvélin létum við sem ekkert væri. Samt sveið okkur í fingurna og tærnar voru blákaldar og blautar. Stundum sá ég saltnámur í svefni, demantshvítar gljáðu þær, og ég sló oft saman höndum einsog ég héldi um sporða. En allur þessi hamagangur, þessi berserkjalegu vinnubrögð voru ekki það eina . . . Einsog Siggi sem stóð og talaði um stéttabaráttuna við Jóa á lyft- aranum. Einsog Flosi sem reifaði hagfræðikenningar við gamla manninn með stimpilinn. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.